Skýringar fiskeldisfyrirtækja ótrúverðugar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 15:57 Orri Vigfússon. Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“ Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“
Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00
Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00
200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00