Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. október 2014 13:11 Vopnin hafa verið daglega í umræðunni frá því að fyrst var greint frá þeim. Vísir / Getty Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira