Fyrrverandi leyniskytta nú fjölskyldufaðir í Kópavogi Edda Sif Pálsdóttir skrifar 27. október 2014 15:10 17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira