"Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. apríl 2014 12:19 Snjóflóðið féll í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Samkvæmt fréttamiðlum féllu í það minnsta 12, en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stödd er í grunnbúðunum, segir minnst 13 látna. Hinir föllnu voru þrautreyndir fjallaleiðsögumenn, eða sjerpar, sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Nokkurra til viðbótar saknað. Vilborg er ekki eini Íslendingurinn á fjallinu því Ingólfur Ragnar Axelsson er einnig í grunnbúðunum, en þau eru þar í hæðaraðlögun vegna fyrirhugaðra ferða þeirra á tindinn. Grunnbúðirnar eru í rúmlega 5300 metra hæð og féll flóðið því aðeins um fimm hundruð metrum frá þeim, í ísfalli sem er sagt hættulegasti staðurinn á fjallinu. Ekkert símasamband er nú í grunnbúðunum en við ræddum við Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. Hún segir fólkið í grunnbúðunum hafa vaknað upp við gríðarleg lætin í flóðinu og þar sem slysið varð svo nærri þeim fylgdist hún með björgunaraðgerðum. Vilborg segir hina látnu hafa verið flutta á brott í þyrlum en þeir sem slösuðust voru færðir í sjúkratjöld í grunnbúðunum. Hún lagð sitt af mörkum með því að starfa í sjúkratjaldi fyrir minna slasaða fjallagarpa, þar sem hún hlúði að sárum þeirra og aðstoðaði eftir bestu getu. Hún veit þó ekki hversu margir slösuðust. Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sjerpar úr þeirra hópi féllu. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag," segir hún. "Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla að leyfa þessum degi að líða áður en ég tek einhverjar ákvarðanir. Þetta er erfiður dagur og við sem hér erum þurfum að styrkja hvert annað og spjalla saman," sagði Vilborg í morgun.Þrír Íslendingar hafa látist á fjallinu Everest, sem liggur á landamærum Nepal og Kína, er hæsta fjall heims og er hæsti tindurinn 8.850 metrar. Frá því að Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á Everest fyrstir manna árið 1953, hafa yfir 3000 manns náð þeim áfanga, en yfir 300 hafa látið lífið á leiðinni. Fjallið grandaði átta manns á síðasta ári. Háannatími er nú á Everest þar sem apríl og maí þykja bestu mánuðirnir til að reyna við tindinn. Töluverður fjöldi er því í grunnbúðunum og hafa nepölsk stjórnvöld sagt að þau óttist að of fjölmennt sé oft á fjallinu. Vilborg Arna sagði frá því á Facebooksíðu sinni í gær að hún hefði farið í göngu upp í fyrstu búðir í 5800 metra hæð, þar sem flóðið féll, en það var hluti af hæðaraðlögun hennar. Þær búðir eru á Pumo Ri fjalli sem Vilborg segir ákaflega formfagurt en jafnframt það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. Þetta fagra en ógnvekjandi fjall hefur grandað þremur íslenskum fjallagörpum. Árið 1988 lögðu Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson á fjallið, en þeir voru báðir 27 ára gamlir. Þeir náðu aldrei tindinum og síðast sást til þeirra í rúmlega 6600 metra hæð. Þremur árum síðar ákvað þrítugur íslenskur félagi þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að klífa fjallið til að heiðra minningu þeirra. Hann náði tindinum en féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið. Aldrei hafa eins margir fallið í einu og í slysinu í nótt, en mannskæðasta slysið hingað til varð fyrir átján árum, árið 1996, þegar átta göngumenn létust í aftakaveðri. Síðar var skrifuð bók um þann atburð, sem ber nafnið Into Thin Air. Innlegg by Vilborg Arna Gissurardóttir. Skelfilegur dagur á Everest í dag, Ég er heill á húfi. Terrible day at Everest today. I'm OK.— INGO (@DxBingo) April 18, 2014 Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Snjóflóðið féll í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Samkvæmt fréttamiðlum féllu í það minnsta 12, en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stödd er í grunnbúðunum, segir minnst 13 látna. Hinir föllnu voru þrautreyndir fjallaleiðsögumenn, eða sjerpar, sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Nokkurra til viðbótar saknað. Vilborg er ekki eini Íslendingurinn á fjallinu því Ingólfur Ragnar Axelsson er einnig í grunnbúðunum, en þau eru þar í hæðaraðlögun vegna fyrirhugaðra ferða þeirra á tindinn. Grunnbúðirnar eru í rúmlega 5300 metra hæð og féll flóðið því aðeins um fimm hundruð metrum frá þeim, í ísfalli sem er sagt hættulegasti staðurinn á fjallinu. Ekkert símasamband er nú í grunnbúðunum en við ræddum við Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. Hún segir fólkið í grunnbúðunum hafa vaknað upp við gríðarleg lætin í flóðinu og þar sem slysið varð svo nærri þeim fylgdist hún með björgunaraðgerðum. Vilborg segir hina látnu hafa verið flutta á brott í þyrlum en þeir sem slösuðust voru færðir í sjúkratjöld í grunnbúðunum. Hún lagð sitt af mörkum með því að starfa í sjúkratjaldi fyrir minna slasaða fjallagarpa, þar sem hún hlúði að sárum þeirra og aðstoðaði eftir bestu getu. Hún veit þó ekki hversu margir slösuðust. Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sjerpar úr þeirra hópi féllu. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag," segir hún. "Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla að leyfa þessum degi að líða áður en ég tek einhverjar ákvarðanir. Þetta er erfiður dagur og við sem hér erum þurfum að styrkja hvert annað og spjalla saman," sagði Vilborg í morgun.Þrír Íslendingar hafa látist á fjallinu Everest, sem liggur á landamærum Nepal og Kína, er hæsta fjall heims og er hæsti tindurinn 8.850 metrar. Frá því að Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á Everest fyrstir manna árið 1953, hafa yfir 3000 manns náð þeim áfanga, en yfir 300 hafa látið lífið á leiðinni. Fjallið grandaði átta manns á síðasta ári. Háannatími er nú á Everest þar sem apríl og maí þykja bestu mánuðirnir til að reyna við tindinn. Töluverður fjöldi er því í grunnbúðunum og hafa nepölsk stjórnvöld sagt að þau óttist að of fjölmennt sé oft á fjallinu. Vilborg Arna sagði frá því á Facebooksíðu sinni í gær að hún hefði farið í göngu upp í fyrstu búðir í 5800 metra hæð, þar sem flóðið féll, en það var hluti af hæðaraðlögun hennar. Þær búðir eru á Pumo Ri fjalli sem Vilborg segir ákaflega formfagurt en jafnframt það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. Þetta fagra en ógnvekjandi fjall hefur grandað þremur íslenskum fjallagörpum. Árið 1988 lögðu Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson á fjallið, en þeir voru báðir 27 ára gamlir. Þeir náðu aldrei tindinum og síðast sást til þeirra í rúmlega 6600 metra hæð. Þremur árum síðar ákvað þrítugur íslenskur félagi þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að klífa fjallið til að heiðra minningu þeirra. Hann náði tindinum en féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið. Aldrei hafa eins margir fallið í einu og í slysinu í nótt, en mannskæðasta slysið hingað til varð fyrir átján árum, árið 1996, þegar átta göngumenn létust í aftakaveðri. Síðar var skrifuð bók um þann atburð, sem ber nafnið Into Thin Air. Innlegg by Vilborg Arna Gissurardóttir. Skelfilegur dagur á Everest í dag, Ég er heill á húfi. Terrible day at Everest today. I'm OK.— INGO (@DxBingo) April 18, 2014
Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11