Hægt að halda ályktuninni til streitu og gefa fólki fingurinn Elimar Hauksson skrifar 5. mars 2014 19:30 Brynjar segist spyrja sig hvort nauðsynlegt hafi verið að leggja tillöguna fram á þessum tímapunkti. vísir/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar. Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar.
Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira