Hægt að halda ályktuninni til streitu og gefa fólki fingurinn Elimar Hauksson skrifar 5. mars 2014 19:30 Brynjar segist spyrja sig hvort nauðsynlegt hafi verið að leggja tillöguna fram á þessum tímapunkti. vísir/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira