ESB tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:59 Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira