"Óskiljanleg ákvörðun" Linda Blöndal skrifar 6. desember 2014 19:15 Vísir/Vilhelm/magnús hlynur Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira