„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 12:43 visir/daníel Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri
Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28
Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03