„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 12:43 visir/daníel Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri
Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28
Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03