Miðilsfundir á Facebook: „Verið að spila rússneska rúllettu með tilfinningar fólks" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. apríl 2014 12:07 Hér til vinstri er Júlíana Torfhildur. Til vinstri eru foreldrar Skarphéðins Andra. Vísir/aðsent/Stöð2 „Ég tók ekki þátt í þessum miðilsfundi, vinir mínir sendu mér bara upplýsingarnar sem komu þar fram,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést þann 12. janúar síðastliðinn eftir að hafa lent í bílslysi. Mál Skarphéðins snerti marga, en líffæri hans voru gefin sex manns sem þurftu á þeim að halda. Fyrr í vikunni hélt Júlíana Torfhildur Jónsdóttir miðilsfund á Facebook, sem Vísir sagði frá. Á fundinum sagðist hún finna fyrir nærveru Skarphéðins. Þetta vakti upp sterk viðbrögð margra. Fljótlega höfðu vinir Steinunnar Rósu samband við hana og sendu henni skjáskot af því sem Júlíana skrifaði á Facebook. Meðal þess sem Júlíana sagði var: „Mér finnst hann segja ég lifði áfram, en ekki lengi en ég fékk samt sem áður að lifa áfram. Mamma takk fyrir að þú tókst þessa ákvörðun.“ Steinunn segist ekki hafa tekið þátt í fundinum og ekki skráð sig til leiks. „En mér þótti samt vænt um að sjá þessi skilaboð. Ég sendi Júlíönu skilaboð og þakkaði henni fyrir og sendi henni mynd af Skarphéðni.“Hefur fundið fyrir reiði Hún segist hafa fundið fyrir nokkurri reiði í kringum sig vegna málsins. „Já, það reiddust nokkrir. Til dæmis sá ég að einn vinur Skarphéðins var að tjá sig um þetta á Facebook. Ég fann fyrir því að margir vinir mínir voru að passa upp á mig og þykir vænt um það. Ég skil vel fólkið sem reiddist vegna málsins. Ég trúi sjálf ekki mikið á svona miðlsstörf, en mér þótti samt gaman að fá þessi skilaboð,“ segir Steinunn sem segist ekki vilja dæma fólk: „Ég dæmi fólk ekki eftir trúarbrögðum. Ég dæmi fólk ekki eftir því hvort það trúir á miðla eða ekki. Ég á vini sem eru af öllum trúarbrögðum. Sumir vinir mínir trúa á miðla aðrir ekki. En ég sækist sjálf ekki í miðilsfundi á þessum tímapunkti,“ segir hún. Steinunn er þakklát þeim vinum sem var umhugað um hennar velferð í sambandi við miðilsfundinn. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé góð kona. Þetta virðist allavega ekki vera neitt plott. Hún hefur ekki reynt að fá neinn pening frá mér og ég get ekki ímyndað mér að konan ætli sér eitthvað slíkt.“Miðill í gegnum Facebook Júlíana Torfhildur stundar miðilsstörf í gegnum Facebook. Hún gerir það í gegnum aðganginn sem kallast Þín spákonu miðill. Júlína heldur opna miðilsfundi á Facebook, sem ekki þarf að greiða fyrir til þess að taka þátt í. Hún býður einnig upp á einkatíma í gegnum Facebook, en rukkar fyrir þá. Hún nýtir einkaspjallið á Facebook til þess að miðla skilaboðum sem hún segir að komi að handan. Í samtali við Vísi fullyrðir Júlíana að hún noti ágóðann af miðilsstörfunum í góð málefni. „Þetta er hvorki græðgi né vöntun á peningum,“ segir hún. Júlíana er búsett í Danmörku og segist vera fjármálastjóri hjá fyrirtæki þar í landi. „Ég hef nóg fyrir mig og þarf ekkert að á aukapening að halda,“ segir hún. Júlíana segist alla tíð hafa haft miðilsgáfu, en hún hafi byrjað að nýta hana í kringum tvö áföll í lífi hennar. „Við fluttum til Danmerkur fyrir átján árum síðan, eftir að húsið okkar á Íslandi brann. Þá byrjaði ég að huga aftur að þessum málefnum, eftir að hafa saltað þetta nánast alla ævi. Síðan fór ég að hugsa enn meira um miðilsgáfuna mína þegar sonur okkar lést í nokkrar mínútur,“ segir Júlíana en vill ekki fara nánar í tildrög þess máls. Í kjölfarið á þessum áföllum fór hún að rækta miðilsgáfu sína og fór að leyfa ættingjum og vinum að njóta hennar. „Árið 2009 fór ég að starfa með þetta. Ég veit að það er ofsalega erfitt að skilja af hverju ég gef vinnuna mína í þessu. En mér finnst samt einkennilegt að það megi ekki vera með neitt jákvætt í þessu. Ég vil bara gefa þetta.“ En þess má geta að Júlíana kennir við miðilsskóla í Danmörku og þiggur greiðslur fyrir það. Hún notar Facebook-aðgang sinn. til þess að auglýsa miðilsskólann.Engum miðli tekist að sanna neitt Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, hefur skrifað um og haldið fyrirlestra um kukl og fleira því tengt. Hann segir engan miðil hafa náð að sanna mál sitt með óyggjandi hætti. Svanur bendir á áskorun James Randi, en hann hefur í fjölda ára boðið þeim miðli milljón Bandaríkjadali sem sannar með óyggjandi hætti að hann nái í raun sambandi við þá sem látnir eru. „Þetta hefur engum tekist. Og aftur á móti er búið að fletta ofan af mörgum miðlum. Og margir þeirra viðurkennt að þeir hafi verið með blekkingar.“ Svanur segir að ein þekktasta aðferð miðla til að ná í upplýsingar sé svokallaður „kaldur lestur“. „Þá spyr miðill um almenna hluti sem líklegt er að margir svari játandi. Og svo er haldið áfram að spyrja um þannig hluti þar til að búið er að sannfæra viðmælandann. Svo eru líka dæmi um að miðlar hafi verið búnir að afla sér upplýsinga um viðmælendur sína.“ Júlíana hefur einmitt verið gagnrýnd fyrir að flest málin sem hún segist finna fyrir séu „gúggltæk“.Rússnesk rúlletta með tilfinningar fólks Svanur segir að miðlar séu háðir því að viðmælendur trúi að hægt sé að ná sambandi við látið fólk. „Viðmælendurnir þurfa að vera tilbúnir að falla frá kröfu um sannanir. En sönnunarbyrðin á að liggja hjá þeim sem heldur fram hinu ótrúlega. Það er ekki hinna að afsanna það sem þeir segja.“ Viðbrögðin við miðilsfundum Júlíönu hafa verið afar blendin og Svanur segir að það sé skiljanlegt. „Já, þetta eru viðkvæm mál. Þetta varðar líf og dauða nákominna vina og ættingja,“ segir hann og bætir við: „Þetta getur hugsanlega glatt einhverja ef þeir hafa trú á þessu og eitthvað slíkt og byggja vonir sínar í kringum eitthvað svona. Og fá einhverja huggun. En að sama skapi getur það sært ef þetta kemur eitthvað öfugt út gagnvart öðrum. Svolítið verið að spila rússneska rúllettu með tilfinningar fólks.“ Tengdar fréttir „Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Aðstandendur ungs manns sem lést í bílslysi í janúar síðastliðnum og gaf líffæri sín, leggja til að sérstakur dagur líffæragjafa verði tekinn upp. Velferðarnefnd styður hugmyndina en leggst gegn frumvarpi um ætlað samþykki til líffæragjafa. 8. apríl 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 „Þetta er ljós í myrkrinu“ Foreldrar ungs manns sem lést í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, vilja taka upp sérstakan dag líffæragjafa. 8. apríl 2014 13:30 Miðilsfundir á Facebook: Segir að sér hafi borist skilaboð að handan úr nýlegu bílslysi „Þetta tiltekna slys og eftirmáli þess hefur verið nógu mikið í fréttum til að ekki þarf að gúgla til að vita hvaða fólk miðillinn á við.“ 28. apríl 2014 17:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég tók ekki þátt í þessum miðilsfundi, vinir mínir sendu mér bara upplýsingarnar sem komu þar fram,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést þann 12. janúar síðastliðinn eftir að hafa lent í bílslysi. Mál Skarphéðins snerti marga, en líffæri hans voru gefin sex manns sem þurftu á þeim að halda. Fyrr í vikunni hélt Júlíana Torfhildur Jónsdóttir miðilsfund á Facebook, sem Vísir sagði frá. Á fundinum sagðist hún finna fyrir nærveru Skarphéðins. Þetta vakti upp sterk viðbrögð margra. Fljótlega höfðu vinir Steinunnar Rósu samband við hana og sendu henni skjáskot af því sem Júlíana skrifaði á Facebook. Meðal þess sem Júlíana sagði var: „Mér finnst hann segja ég lifði áfram, en ekki lengi en ég fékk samt sem áður að lifa áfram. Mamma takk fyrir að þú tókst þessa ákvörðun.“ Steinunn segist ekki hafa tekið þátt í fundinum og ekki skráð sig til leiks. „En mér þótti samt vænt um að sjá þessi skilaboð. Ég sendi Júlíönu skilaboð og þakkaði henni fyrir og sendi henni mynd af Skarphéðni.“Hefur fundið fyrir reiði Hún segist hafa fundið fyrir nokkurri reiði í kringum sig vegna málsins. „Já, það reiddust nokkrir. Til dæmis sá ég að einn vinur Skarphéðins var að tjá sig um þetta á Facebook. Ég fann fyrir því að margir vinir mínir voru að passa upp á mig og þykir vænt um það. Ég skil vel fólkið sem reiddist vegna málsins. Ég trúi sjálf ekki mikið á svona miðlsstörf, en mér þótti samt gaman að fá þessi skilaboð,“ segir Steinunn sem segist ekki vilja dæma fólk: „Ég dæmi fólk ekki eftir trúarbrögðum. Ég dæmi fólk ekki eftir því hvort það trúir á miðla eða ekki. Ég á vini sem eru af öllum trúarbrögðum. Sumir vinir mínir trúa á miðla aðrir ekki. En ég sækist sjálf ekki í miðilsfundi á þessum tímapunkti,“ segir hún. Steinunn er þakklát þeim vinum sem var umhugað um hennar velferð í sambandi við miðilsfundinn. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé góð kona. Þetta virðist allavega ekki vera neitt plott. Hún hefur ekki reynt að fá neinn pening frá mér og ég get ekki ímyndað mér að konan ætli sér eitthvað slíkt.“Miðill í gegnum Facebook Júlíana Torfhildur stundar miðilsstörf í gegnum Facebook. Hún gerir það í gegnum aðganginn sem kallast Þín spákonu miðill. Júlína heldur opna miðilsfundi á Facebook, sem ekki þarf að greiða fyrir til þess að taka þátt í. Hún býður einnig upp á einkatíma í gegnum Facebook, en rukkar fyrir þá. Hún nýtir einkaspjallið á Facebook til þess að miðla skilaboðum sem hún segir að komi að handan. Í samtali við Vísi fullyrðir Júlíana að hún noti ágóðann af miðilsstörfunum í góð málefni. „Þetta er hvorki græðgi né vöntun á peningum,“ segir hún. Júlíana er búsett í Danmörku og segist vera fjármálastjóri hjá fyrirtæki þar í landi. „Ég hef nóg fyrir mig og þarf ekkert að á aukapening að halda,“ segir hún. Júlíana segist alla tíð hafa haft miðilsgáfu, en hún hafi byrjað að nýta hana í kringum tvö áföll í lífi hennar. „Við fluttum til Danmerkur fyrir átján árum síðan, eftir að húsið okkar á Íslandi brann. Þá byrjaði ég að huga aftur að þessum málefnum, eftir að hafa saltað þetta nánast alla ævi. Síðan fór ég að hugsa enn meira um miðilsgáfuna mína þegar sonur okkar lést í nokkrar mínútur,“ segir Júlíana en vill ekki fara nánar í tildrög þess máls. Í kjölfarið á þessum áföllum fór hún að rækta miðilsgáfu sína og fór að leyfa ættingjum og vinum að njóta hennar. „Árið 2009 fór ég að starfa með þetta. Ég veit að það er ofsalega erfitt að skilja af hverju ég gef vinnuna mína í þessu. En mér finnst samt einkennilegt að það megi ekki vera með neitt jákvætt í þessu. Ég vil bara gefa þetta.“ En þess má geta að Júlíana kennir við miðilsskóla í Danmörku og þiggur greiðslur fyrir það. Hún notar Facebook-aðgang sinn. til þess að auglýsa miðilsskólann.Engum miðli tekist að sanna neitt Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, hefur skrifað um og haldið fyrirlestra um kukl og fleira því tengt. Hann segir engan miðil hafa náð að sanna mál sitt með óyggjandi hætti. Svanur bendir á áskorun James Randi, en hann hefur í fjölda ára boðið þeim miðli milljón Bandaríkjadali sem sannar með óyggjandi hætti að hann nái í raun sambandi við þá sem látnir eru. „Þetta hefur engum tekist. Og aftur á móti er búið að fletta ofan af mörgum miðlum. Og margir þeirra viðurkennt að þeir hafi verið með blekkingar.“ Svanur segir að ein þekktasta aðferð miðla til að ná í upplýsingar sé svokallaður „kaldur lestur“. „Þá spyr miðill um almenna hluti sem líklegt er að margir svari játandi. Og svo er haldið áfram að spyrja um þannig hluti þar til að búið er að sannfæra viðmælandann. Svo eru líka dæmi um að miðlar hafi verið búnir að afla sér upplýsinga um viðmælendur sína.“ Júlíana hefur einmitt verið gagnrýnd fyrir að flest málin sem hún segist finna fyrir séu „gúggltæk“.Rússnesk rúlletta með tilfinningar fólks Svanur segir að miðlar séu háðir því að viðmælendur trúi að hægt sé að ná sambandi við látið fólk. „Viðmælendurnir þurfa að vera tilbúnir að falla frá kröfu um sannanir. En sönnunarbyrðin á að liggja hjá þeim sem heldur fram hinu ótrúlega. Það er ekki hinna að afsanna það sem þeir segja.“ Viðbrögðin við miðilsfundum Júlíönu hafa verið afar blendin og Svanur segir að það sé skiljanlegt. „Já, þetta eru viðkvæm mál. Þetta varðar líf og dauða nákominna vina og ættingja,“ segir hann og bætir við: „Þetta getur hugsanlega glatt einhverja ef þeir hafa trú á þessu og eitthvað slíkt og byggja vonir sínar í kringum eitthvað svona. Og fá einhverja huggun. En að sama skapi getur það sært ef þetta kemur eitthvað öfugt út gagnvart öðrum. Svolítið verið að spila rússneska rúllettu með tilfinningar fólks.“
Tengdar fréttir „Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Aðstandendur ungs manns sem lést í bílslysi í janúar síðastliðnum og gaf líffæri sín, leggja til að sérstakur dagur líffæragjafa verði tekinn upp. Velferðarnefnd styður hugmyndina en leggst gegn frumvarpi um ætlað samþykki til líffæragjafa. 8. apríl 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 „Þetta er ljós í myrkrinu“ Foreldrar ungs manns sem lést í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, vilja taka upp sérstakan dag líffæragjafa. 8. apríl 2014 13:30 Miðilsfundir á Facebook: Segir að sér hafi borist skilaboð að handan úr nýlegu bílslysi „Þetta tiltekna slys og eftirmáli þess hefur verið nógu mikið í fréttum til að ekki þarf að gúgla til að vita hvaða fólk miðillinn á við.“ 28. apríl 2014 17:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Aðstandendur ungs manns sem lést í bílslysi í janúar síðastliðnum og gaf líffæri sín, leggja til að sérstakur dagur líffæragjafa verði tekinn upp. Velferðarnefnd styður hugmyndina en leggst gegn frumvarpi um ætlað samþykki til líffæragjafa. 8. apríl 2014 20:00
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
„Þetta er ljós í myrkrinu“ Foreldrar ungs manns sem lést í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, vilja taka upp sérstakan dag líffæragjafa. 8. apríl 2014 13:30
Miðilsfundir á Facebook: Segir að sér hafi borist skilaboð að handan úr nýlegu bílslysi „Þetta tiltekna slys og eftirmáli þess hefur verið nógu mikið í fréttum til að ekki þarf að gúgla til að vita hvaða fólk miðillinn á við.“ 28. apríl 2014 17:05
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent