Vill að Reykjanesbær selji Víkingaheima Haraldur Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Safnið Víkingaheimar stendur við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ og geymir meðal annars víkingaskipið Íslending sem Gunnar Eggertsson smíðaði og sigldi til New York árið 2000. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ég tel að við eigum að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum því það er ekki pláss hér fyrir neinar skrautfjaðrir eins og staða bæjarsjóðs er í dag,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kristinn lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á fimmtudag um að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ falli frá tillögum um hækkanir á gjaldskrá bæjarins, sem hann segir eingöngu bitna á barnafjölskyldum, og þess í stað selja safnið, leigja reksturinn út eða loka því. „Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og bæjarsjóður gæti sparað sér 25 til 30 milljónir á ári með þessu,“ segir Kristinn.Kristinn Þór JakobssonVíkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011 þegar bærinn breytti rúmlega 100 milljóna króna skuld þeirra í hlutafé. Um 22 milljóna tap var á rekstri Íslendings á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Samanlagt tap Íslendings síðustu fjögur ár nemur 76 milljónum króna. „Þarna er boðið upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og aðra, sem er mjög virðingarvert, en ég var á móti þessum kaupum þegar meirihlutinn yfirtók reksturinn á sínum tíma og er það ennþá,“ segir Kristinn.Friðjón EinarssonReykjanesbær skuldar, eins og komið hefur fram, um 40 milljarða króna og sveitarfélagið þarf að spara 900 milljónir króna á ári. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, segir rekstur safnsins hluta af því sem bæjaryfirvöld séu nú að skoða til að auðvelda rekstur Reykjanesbæjar. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi við aðila sem vilja kaupa eða leigja safnið en við erum til í að skoða allt. En að loka safninu hefur ekki verið inni í umræðunni því það er dýrara fyrir okkur að loka því en reka það. Tekjur safnsins eru að aukast sem gerir það að verkum að það er hagkvæmara að reka safnið í dag en að loka því,“ segir Friðjón og heldur áfram:„En ef einhver góður maður vill koma með fullt af peningum og reka safnið okkur að kostnaðarlausu þá er honum velkomið að hafa samband við okkur.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira