„Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. janúar 2014 16:20 Atvikið gerðist í grennd við Álftamýri. „Kveikjan að skrifunum voru athugasemdir sem birtust við fréttina,“ segir Ársæll Níelsson, sem hefur ritað opið bréf til manns sem reyndi að tæla son Ársæls á brott fyrr í mánuðinum. Frétt um málið birtist á vefsíðu Fréttatímans. „Fólk var að tala um að það ætti að taka manninn af lífi í athguasemdakerfinu. Mér fannst það engum til hagsbóta. Ég vil frekar hvetja manninn til þess að leita sér úrræða,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann vonar að maðurinn sjái bréfið og aðrir menn sem stundi sömu iðju. „Ég vona að þetta verði líka öðrum víti til varnaðar,“ segir Ársæll. Í bréfinu segir Ársæll meðal annars: „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri. Þú lifir sennilega í skömm og þögn.“ Hér er bréfið í heild sinni, birt með leyfi Ársæls.Föstudaginn 10. janúar kl 18:00 sastu í bílnum þínum við Álftamýri í Reykjavík. Sonur minn, 7 ára gamall, var á leiðinni heim til sín frá vini sínum þegar þú kallaðir í hann og bauðst honum inn í bílinn þinn. Hann afþakkaði boðið, líka þegar þú sýndir honum sælgætið sem þú geymdir í skottinu á bílnum þínum.Þegar þú svo reyndir að grípa til hans þá tók hann til fótanna. Þér tókst ekki að ræna hann sakleysi sínu og æsku. En þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga að vera hans sjálfsögðu mannréttindi. Þú rændir mig og konuna mína hugarró.En þetta hefði getað farið verr. Sonur minn er sem betur fer skarpur strákur sem hefur verið varaður við hinum ýmsum hættum sem að honum geta steðjað. Ég hef reynt að kenna honum að vera varkár án þess þó að ala á ótta í brjósti hans. Þessi fjarlæga vá sem menn eins og þú eruð, varð skyndilega ekki lengur fjarlægur möguleiki heldur blákaldur raunveruleiki.Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhver misskilningur en svo útskýrði sonur minn fyrir mér málavexti og ég gerði mér grein fyrir alvarleika málsins. Ég hljóp út í veikri von um að sjá glitta í bílinn og bílnúmerið áður en þú brunaðir í burtu úr hverfinu. En auðvitað varstu löngu horfinn á braut. Farinn aftur í holuna þína til að telja í þig kjark fyrir næstu tilraun til að ræna barni. Næstu tilraun til að ræna barn sakleysi sínu. Ræna foreldra öryggi og hugarró.Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri.Þú lifir sennilega í skömm og þögn. Getur engann talað við um vandamál þitt þannig að það heldur áfram að grassera innra með þér. Þangað til einn daginn að þú ferð í bíltúr, manar þig til að nálgast barn sem gengur áhyggjulaust heim til sín. Eflaust eru þeir margir bíltúrarnir, sem þú hefur rúntað um án þess að þú hafir látið verða af því að hóa í barn og bjóða því far. Snúið heim með skottið fullt af sælgæti.En svo kemur að því, þú telur í þig kjark (eða kannski er það einmitt kjarkleysi sem verður til þess að þú lætur til skara skríða?) kallar í barn og býður því far, stekkur svo út úr bílum og reynir að neyða það inn í bílinn. Barnið bjargar lífí sínu, lífi aðstandenda og lífi þínu með skjótum viðbrögðum þegar það bregður sér undan greip þinni og tekur á rás heim í öruggt skjól.Ég vona að þú sjáir þetta bréf. Ég vill láta þig vita að ég er ekki reiður við þig. Ég er sár út í þig. Og ég vorkenni þér.Ég vill hvetja þig til að tala um þetta við einhvern. Það er til fagfólk sem hjálpar mönnum eins og þér. Þú ert ekki einn um það að finna fyrir þessum kenndum. En þú ert einn að kljást við þetta þangað til þú leitar þér hjálpar.Þess vegna vill ég hvetja þig til þess að gera það áður en það verður of seint. Áður en þér tekst að ræna barn sakleysi sínu. Því um leið og þér tekst að fá barn upp í bílinn þá verður ekki aftur snúið. Þá verðuru búinn að rústa lífum og þar með talið þínu eigin.Úrræðin eru kannski ekki á hverju strái en þau eru þarna.Ársæll NíelssonÍbúi við ÁlftamýriReykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
„Kveikjan að skrifunum voru athugasemdir sem birtust við fréttina,“ segir Ársæll Níelsson, sem hefur ritað opið bréf til manns sem reyndi að tæla son Ársæls á brott fyrr í mánuðinum. Frétt um málið birtist á vefsíðu Fréttatímans. „Fólk var að tala um að það ætti að taka manninn af lífi í athguasemdakerfinu. Mér fannst það engum til hagsbóta. Ég vil frekar hvetja manninn til þess að leita sér úrræða,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann vonar að maðurinn sjái bréfið og aðrir menn sem stundi sömu iðju. „Ég vona að þetta verði líka öðrum víti til varnaðar,“ segir Ársæll. Í bréfinu segir Ársæll meðal annars: „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri. Þú lifir sennilega í skömm og þögn.“ Hér er bréfið í heild sinni, birt með leyfi Ársæls.Föstudaginn 10. janúar kl 18:00 sastu í bílnum þínum við Álftamýri í Reykjavík. Sonur minn, 7 ára gamall, var á leiðinni heim til sín frá vini sínum þegar þú kallaðir í hann og bauðst honum inn í bílinn þinn. Hann afþakkaði boðið, líka þegar þú sýndir honum sælgætið sem þú geymdir í skottinu á bílnum þínum.Þegar þú svo reyndir að grípa til hans þá tók hann til fótanna. Þér tókst ekki að ræna hann sakleysi sínu og æsku. En þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga að vera hans sjálfsögðu mannréttindi. Þú rændir mig og konuna mína hugarró.En þetta hefði getað farið verr. Sonur minn er sem betur fer skarpur strákur sem hefur verið varaður við hinum ýmsum hættum sem að honum geta steðjað. Ég hef reynt að kenna honum að vera varkár án þess þó að ala á ótta í brjósti hans. Þessi fjarlæga vá sem menn eins og þú eruð, varð skyndilega ekki lengur fjarlægur möguleiki heldur blákaldur raunveruleiki.Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhver misskilningur en svo útskýrði sonur minn fyrir mér málavexti og ég gerði mér grein fyrir alvarleika málsins. Ég hljóp út í veikri von um að sjá glitta í bílinn og bílnúmerið áður en þú brunaðir í burtu úr hverfinu. En auðvitað varstu löngu horfinn á braut. Farinn aftur í holuna þína til að telja í þig kjark fyrir næstu tilraun til að ræna barni. Næstu tilraun til að ræna barn sakleysi sínu. Ræna foreldra öryggi og hugarró.Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri.Þú lifir sennilega í skömm og þögn. Getur engann talað við um vandamál þitt þannig að það heldur áfram að grassera innra með þér. Þangað til einn daginn að þú ferð í bíltúr, manar þig til að nálgast barn sem gengur áhyggjulaust heim til sín. Eflaust eru þeir margir bíltúrarnir, sem þú hefur rúntað um án þess að þú hafir látið verða af því að hóa í barn og bjóða því far. Snúið heim með skottið fullt af sælgæti.En svo kemur að því, þú telur í þig kjark (eða kannski er það einmitt kjarkleysi sem verður til þess að þú lætur til skara skríða?) kallar í barn og býður því far, stekkur svo út úr bílum og reynir að neyða það inn í bílinn. Barnið bjargar lífí sínu, lífi aðstandenda og lífi þínu með skjótum viðbrögðum þegar það bregður sér undan greip þinni og tekur á rás heim í öruggt skjól.Ég vona að þú sjáir þetta bréf. Ég vill láta þig vita að ég er ekki reiður við þig. Ég er sár út í þig. Og ég vorkenni þér.Ég vill hvetja þig til að tala um þetta við einhvern. Það er til fagfólk sem hjálpar mönnum eins og þér. Þú ert ekki einn um það að finna fyrir þessum kenndum. En þú ert einn að kljást við þetta þangað til þú leitar þér hjálpar.Þess vegna vill ég hvetja þig til þess að gera það áður en það verður of seint. Áður en þér tekst að ræna barn sakleysi sínu. Því um leið og þér tekst að fá barn upp í bílinn þá verður ekki aftur snúið. Þá verðuru búinn að rústa lífum og þar með talið þínu eigin.Úrræðin eru kannski ekki á hverju strái en þau eru þarna.Ársæll NíelssonÍbúi við ÁlftamýriReykjavík
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira