Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væri að slátra þeim austurrísku í leik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku.
„Það er ljóst að rasismi og pólitík á ekki heima í umfjöllun um alþjóðleg íþróttamót,“ segir Jean Brihault, forseti evrópska handknattleikssambandsins, í yfirlýsingunni.
„Þessi ummæli voru óviðeigandi en ég er ánægður með að samböndin hafa öll sest niður saman og rætt málið.“
„Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í yfirlýsingunni.
„Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári.“
„Við hörmum innilega þessi ummæli og vonumst til þess að það skyggi ekki á okkar góða samband,“ segir Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, í yfirlýsingunni.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.
