Harpa metin 12 milljörðum lægri en fasteignamat Þjóðskrár Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2014 08:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er talið alveg einstakt og því er ekki hægt að bera það saman við aðrar byggingar. Fréttablaðið/GVA „Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“ Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
„Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira