„Trúi því ekki að þetta sé tilviljun“ Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður. HönnunarMars Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður.
HönnunarMars Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira