Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Bjarki Ármannsson skrifar 22. júlí 2014 11:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins. Vísir/Arnþór/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34
Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09