Innlent

Útifundur hafinn á Lækjartorgi

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Lækjartorgi nú fyrir stundu.
Frá Lækjartorgi nú fyrir stundu. Vísir/Haukur Viðar

Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur.

Fundurinn ber yfirskriftina Stöðvum blóðbaðið á Gaza og er þess krafist að íbúar Gaza og herteknu svæðanna hljóti alþjóðlega  vernd, og að hernámi á Gaza-svæðinu ljúki.

Þá munu KK og Ellen flytja nokkur lög og Arna Ösp Magnúsdóttir mun flytja ávarp. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. 

Vísir/Arnþór
Vísir/Arnþór


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.