Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2014 18:30 Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira