Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 12:00 Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir og margt fleira. vísir/Valli Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Jólafréttir Krakkar Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“
Jólafréttir Krakkar Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög