Einn á vakt vegna manneklu í fangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2014 09:15 Fangelsið á Kvíabryggju er ekki öryggisfangelsi og því eru herbergi fanganna ekki rammgerð. vísir/pjetur Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira