Einn á vakt vegna manneklu í fangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2014 09:15 Fangelsið á Kvíabryggju er ekki öryggisfangelsi og því eru herbergi fanganna ekki rammgerð. vísir/pjetur Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum. Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum.
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira