Innlent

Umhverfismatið gæti kostað 150 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hugmyndin um háspennulínu um Sprengisand hefur verið gagnrýnd af Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd.
Hugmyndin um háspennulínu um Sprengisand hefur verið gagnrýnd af Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd. Vísir/Vilhelm
Landsnet áætlar að kostnaður fyrirtækisins við umhverfismat vegna áforma um lagningu háspennulínu um Sprengisand nemi á bilinu 100 til 150 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Einnig kemur þar fram að Landsnet hafði frumkvæði að því að farið yrði í umhverfismat á 220 kílóvatta háspennulínu sem myndi fara um Sprengisand og ná milli Suður- og Norðurlands. „Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu er á frumstigi og á þessu stigi ómögulegt að áætla nákvæmlega kostnað við matið,“ segir í svari iðnaðarráðherra.

Landsnet vill reisa Sprengisandslínuna vegna þess að byggðalínan, sem var tekin í notkun árið 1984, ber ekki alla þá raforku sem flytja þarf á milli landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×