Innlent

Ekki lagt fram fyrir áramót

Sveinn Arnarsson skrifar
Náttúrupassi ekki enn til umræðu segir formaður þingflokks Framsóknarmanna.
Náttúrupassi ekki enn til umræðu segir formaður þingflokks Framsóknarmanna.
Umdeild lög Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um upptöku náttúrupassa verða ekki lögð fyrir þingið á þessu ári. Það er mat Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins.

Frumvarp iðnaðarráðherra mætir mikilli andstöðu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Sigrún Magnúsdóttir telur þetta frumvarp þurfa lengri yfirlegu og ekki þurfa að fara í gegnum þingið fyrir áramót.

„Við erum núna að raða niður hvaða frumvörp þurfa að fara í gegnum þingið. Öll frumvörp sem snerta fjárlagafrumvarpið munu hafa forgang. Við munum reyna að halda starfsáætlun þingsins og því mun þetta endanlega verða ljóst á morgun,“ segir Sigrún.

Frumvörp um náttúrupassa og um stjórn fiskveiða hafa ekki enn komið fyrir þingið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður beðið með þessi frumvörp þar til þing kemur saman 20. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×