Flytja lögheimili og greiða lægri skatta Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Skorradalshreppur leggur á það lágt útsvar að einstaklingar vilja nýta sér það til að njóta lægri skatta en gengur og gerist annars staðar. Fréttablaðið/JSE Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“ Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira