Flytja lögheimili og greiða lægri skatta Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Skorradalshreppur leggur á það lágt útsvar að einstaklingar vilja nýta sér það til að njóta lægri skatta en gengur og gerist annars staðar. Fréttablaðið/JSE Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“ Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira