Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2014 16:37 Ólöf Nordal í sal Alþingis. Vísir/Anton „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira