Við erum öll mannleg Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2014 14:30 Jóhanna Jakobsdóttir (til hægri) og Sigurbjörg Bergsdóttir eiga fyrirtækið Ekta Ísland en Sigurbjörg starfar einnig hjá fjölskyldumiðstöðinni Lausnin. Þær leikstýrðu Fellum grímuna ásamt Baldvini Z. Vísir/Vilhelm Hið nýstofnaða fyrirtæki Ekta Ísland, sem er í eigu Jóhönnu Jakobsdóttur og Sigurbjargar Bergsdóttur, hefur gert stuttmyndina Fellum grímuna. Um er að ræða forvarnarverkefni sem miðar að því að varpa ljósi á þá staðreynd að öll erum við skemmtilega mannleg og enginn er fullkominn. Hins vegar reynir fólk oft að halda uppi falskri ímynd en allt slíkt getur orðið áberandi í litlu þjóðfélagi eins og við búum í á Íslandi. Þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Ólafur Stefánsson, Anníe Mist, Gunnar Nelson, Páll Óskar, Ari Eldjárn, Þórunn Antonía, Yesmine Olsson og Edda Björgvinsdóttir stíga fram í myndinni og tala um það sem þeir glíma við, svo sem kvíða, meðvirkni og fullkomnunaráráttu. „Ég á sautján ára ungling og hugmyndin spratt upp út frá því, svo ákváðum við Jóhanna bara að láta þetta gerast,“ segir Sigurbjörg. „Í grunninn þá eru allir að glíma við þessa ímynd, að þurfa að vera einhvern veginn. Fólk heldur oft að þeir sem eru að ná árangri skauti bara í gegnum lífið en því fer fjarri,“ segir hún og bætir við að það sé mikill kvíði í íslensku samfélagi. „Ef myndin okkar getur hjálpað fólki að vera sáttara í eigin skinni þá erum við ánægðar.“ Að sögn Jóhönnu og Sigurbjargar var ekkert mál að fá fólk til að taka þátt. „Þau voru alveg til fyrirmyndar. Það voru allir afskaplega opnir og fúsir til þess að styrkja þetta verkefni. Þessi einlægni skín í gegn í myndinni,“ segir Jóhanna og bætir við að verkefni sem þetta hafi ekki verið gert áður hér á landi. Myndin verður frumsýnd í byrjun næsta árs. Áhugasömum er bent á að skoða Facebook-síðu Ekta Íslands. Baldvin Z leikstýrði Fellum grímuna í samvinnu við Jóhönnu og Sigurbjörgu en þær framleiddu myndina einnig. Baldvin hefur getið sér gott orð fyrir myndirnar Vonarstræti og Órói. „Hann er stórkostlegt eintak af mannveru. Við erum yfirmáta þakklátar fyrir að hafa fengið að vinna með honum.“Forréttindi að taka þátt í verkefninu„Fyrir mig eru mikil forréttindi að geta tekið þátt í verkefnum eins og þessu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z. „Ég gerði þetta líka fyrir Fáðu já-verkefnið, þar sem ég er fenginn inn til þess að hjálpa við framleiðslu og leikstjórn og koma verkefnum eins og þessum á koppinn. Það sem gerir þessi verkefni einstaklega skemmtileg fyrir mig er að þau sem standa bak við verkefnið eru að þessu af svo mikilli ástríðu að það sem ég þarf að gera er að fá þau til þess að fá sjálfstraustið til þess að standa á eigin fótum,“ segir hann. „Það tók ekki Jóhönnu og Sigurbjörgu nema nokkrar mínútur að selja mér þessa hugmynd. Þetta viðfangsefni hefur aldrei verið sett eins sterkt í fókus áður eins og þær setja þetta fram. Ég hlustaði á þær og þær voru alveg með á hreinu hvað þær vildu gera, þannig að við rukum af stað í þetta. Þessi mynd er líka fyrir alla, þá sérstaklega unglinga, sem lifa í mjög flóknum heimi þar sem gagnrýni annarra hefur allt of mikil áhrif á hvernig þú hagar þér og ekki eru samskiptamiðlarnir að hjálpa til þar,“ bætir leikstjórinn við.Gera grín að íslensku samfélagi Í myndinni eru þrír gamansketsar sem gera góðlátlegt grín að íslensku samfélagi og gefa henni skemmtilegt yfirbragð þrátt fyrir alvarlegan undirtón og mikilvægan boðskap. Handrit og leikstjórn þeirra var í höndum Arnórs Pálma, sem leikstýrði þáttunum Hæ Gosa. Tónlistin í Fellum grímuna er eftir Agga Friðbertsson og Sigrúnu Stellu Bessason. Að auki er Árelía Eydís Guðmundsdóttir prófessor með mikilvægt innlegg í myndinni um íslenskt samfélag. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hið nýstofnaða fyrirtæki Ekta Ísland, sem er í eigu Jóhönnu Jakobsdóttur og Sigurbjargar Bergsdóttur, hefur gert stuttmyndina Fellum grímuna. Um er að ræða forvarnarverkefni sem miðar að því að varpa ljósi á þá staðreynd að öll erum við skemmtilega mannleg og enginn er fullkominn. Hins vegar reynir fólk oft að halda uppi falskri ímynd en allt slíkt getur orðið áberandi í litlu þjóðfélagi eins og við búum í á Íslandi. Þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Ólafur Stefánsson, Anníe Mist, Gunnar Nelson, Páll Óskar, Ari Eldjárn, Þórunn Antonía, Yesmine Olsson og Edda Björgvinsdóttir stíga fram í myndinni og tala um það sem þeir glíma við, svo sem kvíða, meðvirkni og fullkomnunaráráttu. „Ég á sautján ára ungling og hugmyndin spratt upp út frá því, svo ákváðum við Jóhanna bara að láta þetta gerast,“ segir Sigurbjörg. „Í grunninn þá eru allir að glíma við þessa ímynd, að þurfa að vera einhvern veginn. Fólk heldur oft að þeir sem eru að ná árangri skauti bara í gegnum lífið en því fer fjarri,“ segir hún og bætir við að það sé mikill kvíði í íslensku samfélagi. „Ef myndin okkar getur hjálpað fólki að vera sáttara í eigin skinni þá erum við ánægðar.“ Að sögn Jóhönnu og Sigurbjargar var ekkert mál að fá fólk til að taka þátt. „Þau voru alveg til fyrirmyndar. Það voru allir afskaplega opnir og fúsir til þess að styrkja þetta verkefni. Þessi einlægni skín í gegn í myndinni,“ segir Jóhanna og bætir við að verkefni sem þetta hafi ekki verið gert áður hér á landi. Myndin verður frumsýnd í byrjun næsta árs. Áhugasömum er bent á að skoða Facebook-síðu Ekta Íslands. Baldvin Z leikstýrði Fellum grímuna í samvinnu við Jóhönnu og Sigurbjörgu en þær framleiddu myndina einnig. Baldvin hefur getið sér gott orð fyrir myndirnar Vonarstræti og Órói. „Hann er stórkostlegt eintak af mannveru. Við erum yfirmáta þakklátar fyrir að hafa fengið að vinna með honum.“Forréttindi að taka þátt í verkefninu„Fyrir mig eru mikil forréttindi að geta tekið þátt í verkefnum eins og þessu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z. „Ég gerði þetta líka fyrir Fáðu já-verkefnið, þar sem ég er fenginn inn til þess að hjálpa við framleiðslu og leikstjórn og koma verkefnum eins og þessum á koppinn. Það sem gerir þessi verkefni einstaklega skemmtileg fyrir mig er að þau sem standa bak við verkefnið eru að þessu af svo mikilli ástríðu að það sem ég þarf að gera er að fá þau til þess að fá sjálfstraustið til þess að standa á eigin fótum,“ segir hann. „Það tók ekki Jóhönnu og Sigurbjörgu nema nokkrar mínútur að selja mér þessa hugmynd. Þetta viðfangsefni hefur aldrei verið sett eins sterkt í fókus áður eins og þær setja þetta fram. Ég hlustaði á þær og þær voru alveg með á hreinu hvað þær vildu gera, þannig að við rukum af stað í þetta. Þessi mynd er líka fyrir alla, þá sérstaklega unglinga, sem lifa í mjög flóknum heimi þar sem gagnrýni annarra hefur allt of mikil áhrif á hvernig þú hagar þér og ekki eru samskiptamiðlarnir að hjálpa til þar,“ bætir leikstjórinn við.Gera grín að íslensku samfélagi Í myndinni eru þrír gamansketsar sem gera góðlátlegt grín að íslensku samfélagi og gefa henni skemmtilegt yfirbragð þrátt fyrir alvarlegan undirtón og mikilvægan boðskap. Handrit og leikstjórn þeirra var í höndum Arnórs Pálma, sem leikstýrði þáttunum Hæ Gosa. Tónlistin í Fellum grímuna er eftir Agga Friðbertsson og Sigrúnu Stellu Bessason. Að auki er Árelía Eydís Guðmundsdóttir prófessor með mikilvægt innlegg í myndinni um íslenskt samfélag.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira