Meiri músagangur en gengur og gerist Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Kettir landsins hafa líklega í nógu að snúast við að handsama mýs vegna mikils músagangs víða um land. nordicphotos/afp Músagangur hefur verið meira vandamál en venjulega hér á landi undanfarnar vikur. Útköllum meindýraeyðis hefur fjölgað um 300 prósent á milli ára. Getgátur hafa verið á sveimi um að aukinn músagangur stafi af eldgosinu í Holuhrauni og að mýs leiti mikið inn í hús til að forðast gasmengun. „Ég veit ekki með tengslin en ég tel það mjög vafasamt að aukinn músagangur stafi af gasmengun. Stofninn getur verið stærri núna út af mildari vetrum og er það líkleg ástæða fyrir því að þetta er meira vandamál núna en áður,“ segir Jón Már Halldórsson, meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Hann segir að útköllum hafi fjölgað talsvert að undanförnu á milli ára. „Ég er nú að sinna á bilinu tíu til tuttugu útköllum á viku, sem er um það bil 300 prósenta aukning á milli ára ef ég reikna þetta gróflega,“ segir Jón Már.Jón Halldórsson, meindýraeyðir.vísir/valliSpurður út í hvort gasmengunin geti haft áhrif á stofninn segir Jón Már mengunina hafa sín áhrif. „Það hafa fundist dauð dýr á suðausturhluta landsins eins og á Höfn í Hornfirði, þar sem mengunin hefur verið hvað mest. Þessar eitruðu lofttegundir eru auðvitað skaðlegar fyrir dýrin en þær ættu ekki að hafa áhrif á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Jón Már. Á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu mest verið um músagang í Garðabæ, á Álftanesi og í Hafnarfirði. Jón Már segir skýringuna á því líklega vera nándina við hraunið.Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, segist ekki finna fyrir auknum músagangi í þjóðgarðinum. „Það er auðvitað einhver músagangur hérna á haustin en ekkert í okkar í húsum. Það hefur ekki verið nein gasmengun hjá okkur og tel ég mengunina ekki vera ástæðu fyrir auknum músagangi,“ segir Guðmundur. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Músagangur hefur verið meira vandamál en venjulega hér á landi undanfarnar vikur. Útköllum meindýraeyðis hefur fjölgað um 300 prósent á milli ára. Getgátur hafa verið á sveimi um að aukinn músagangur stafi af eldgosinu í Holuhrauni og að mýs leiti mikið inn í hús til að forðast gasmengun. „Ég veit ekki með tengslin en ég tel það mjög vafasamt að aukinn músagangur stafi af gasmengun. Stofninn getur verið stærri núna út af mildari vetrum og er það líkleg ástæða fyrir því að þetta er meira vandamál núna en áður,“ segir Jón Már Halldórsson, meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Hann segir að útköllum hafi fjölgað talsvert að undanförnu á milli ára. „Ég er nú að sinna á bilinu tíu til tuttugu útköllum á viku, sem er um það bil 300 prósenta aukning á milli ára ef ég reikna þetta gróflega,“ segir Jón Már.Jón Halldórsson, meindýraeyðir.vísir/valliSpurður út í hvort gasmengunin geti haft áhrif á stofninn segir Jón Már mengunina hafa sín áhrif. „Það hafa fundist dauð dýr á suðausturhluta landsins eins og á Höfn í Hornfirði, þar sem mengunin hefur verið hvað mest. Þessar eitruðu lofttegundir eru auðvitað skaðlegar fyrir dýrin en þær ættu ekki að hafa áhrif á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Jón Már. Á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu mest verið um músagang í Garðabæ, á Álftanesi og í Hafnarfirði. Jón Már segir skýringuna á því líklega vera nándina við hraunið.Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, segist ekki finna fyrir auknum músagangi í þjóðgarðinum. „Það er auðvitað einhver músagangur hérna á haustin en ekkert í okkar í húsum. Það hefur ekki verið nein gasmengun hjá okkur og tel ég mengunina ekki vera ástæðu fyrir auknum músagangi,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira