Eyðilagði jeppann í laxveiði Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Reynir skilaði tíu milljóna króna bílnum á mánudag og tekur nú strætó til vinnu. Vísir/Stefán Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., varð sjálfur valdur að tjóni á bíl sem hann hafði til umráða og var í eigu fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um bílakaup Reynis undanfarið en eftir að tjónið á jeppanum varð keypti Reynir 10 milljóna króna jeppa sem hann hefur nú skilað. Óhappið áðurnefnda varð með þeim hætti að vatn komst inn á vél bílsins, Grand Cheerokee-jeppa árgerð 2005, þegar Reynir var að keyra hann yfir Norðurá þar sem hann var í veiðiferð í júlí. „Bíllinn er að upplagi tjónabíll þegar hann er keyptur, þess vegna er það skráð í skráningarskírteinið að hann sé tjónaður. Það sem gerist síðan er að ég lendi aftur í tjóni sem ég veld sjálfur á bílnum. Ég fékk vatn inn á vélina. Ég keyrði út í á og olli því,“ segir Reynir. Þegar vatn komst inn á vélina stöðvaðist bíllinn og veiðifélagi Reynis sem var á öðrum jeppa hjálpaði honum að draga bílinn upp úr ánni. Aðspurður hvers vegna séu ekki til tjónaskýrslur vegna óhappsins segir Reynir það vera vegna þess að tjónið hafi ekki verið tryggingarhæft. „Þetta var utanvegarakstur og þar fyrir utan var bíllinn ekki í kaskó. Þó hann hefði verið í kaskó þá hefðu tryggingarnar ekki bætt tjónið. Þess vegna lagði ég þessar upplýsingar beint á borðið hér og þessu var aldrei leynt.“ Aðspurður segist Reynir hafa verið allsgáður þegar óhappið átti sér stað. „Ég var ekki undir áhrifum áfengis. Ég var bara í veiðiferð og var að keyra yfir á.“Ætlar að bera tjónið sjálfur Farið hafi verið með bílinn á verkstæði í Reykjavík og ljóst hafi verið í ágúst að það tæki því ekki að gera við hann þar sem það hefði kostað 1.300 til 1.500 þúsund. Því hafi bíllinn verið seldur á partasölu fyrir 350 þúsund krónur. „Við ákváðum þá að reyna að fá eins mikið fyrir hann og hægt var í þessu ástandi sem hann var í og ég myndi taka á mig mismuninn sem var í kringum ein milljón króna.“ Reynir segist ekki enn hafa gert upp þessa milljón við Strætó því það eigi eftir að formgera með hvaða hætti það verði. Mikil ólga hefur verið innan Strætó og hefur DV meðal annars fjallað um óánægju meðal starfsmanna í garð Reynis. Hann gerir lítið úr því og segist ekki óttast um stöðu sína innan fyrirtækisins.Tekur strætó til vinnu þessa dagana „Ég fæ ekki alveg tengingu milli þess að fólk sé að nudda mér upp úr einhverjum bílakaupum og almennri óánægju starfsmanna. Ég les þetta frekar þannig að það eru einhverjir starfsmenn sem vilja koma á mig höggi. Það er allt í lagi, þá hafa þeir bara sínar aðferðir við það en ég hef ekki ástæðu til að óttast um stöðu mína. Ég hef ekki gert neitt rangt,“ segir Reynir. „Bíllinn sem slíkur hefur ekkert persónulegt gildi fyrir mig. Þetta er bara bíll. Það er auðvitað ekki þar með sagt að ég sé að afsala mér hlunnindunum.“ En sér Reynir eftir að hafa keypt svona dýran bíl? „Ég skil alveg þau sjónarmið sem eru uppi. Ég legg alveg skilning í þau og þess vegna skilaði ég bílnum þegar þetta kom upp,“ segir Reynir en stjórn Strætó bs. fór fram á að hann skilaði bílnum. Reynir hefur ekki fest kaup á nýjum bíl og segist ekki vera farinn að hugsa svo langt. Meðan hann er bíllaus tekur hann strætó í vinnuna. „Ég var að koma úr fríi á sunnudag, skilaði bílnum og tók strætó. Það er ófrágengið allt saman hvernig þetta verður. Ég er með bílahlunnindi en ef fyrirtækið vill fara með það í annan farveg þá er ég alveg opinn fyrir því en það er bara ófrágengið.“ Tengdar fréttir Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., varð sjálfur valdur að tjóni á bíl sem hann hafði til umráða og var í eigu fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um bílakaup Reynis undanfarið en eftir að tjónið á jeppanum varð keypti Reynir 10 milljóna króna jeppa sem hann hefur nú skilað. Óhappið áðurnefnda varð með þeim hætti að vatn komst inn á vél bílsins, Grand Cheerokee-jeppa árgerð 2005, þegar Reynir var að keyra hann yfir Norðurá þar sem hann var í veiðiferð í júlí. „Bíllinn er að upplagi tjónabíll þegar hann er keyptur, þess vegna er það skráð í skráningarskírteinið að hann sé tjónaður. Það sem gerist síðan er að ég lendi aftur í tjóni sem ég veld sjálfur á bílnum. Ég fékk vatn inn á vélina. Ég keyrði út í á og olli því,“ segir Reynir. Þegar vatn komst inn á vélina stöðvaðist bíllinn og veiðifélagi Reynis sem var á öðrum jeppa hjálpaði honum að draga bílinn upp úr ánni. Aðspurður hvers vegna séu ekki til tjónaskýrslur vegna óhappsins segir Reynir það vera vegna þess að tjónið hafi ekki verið tryggingarhæft. „Þetta var utanvegarakstur og þar fyrir utan var bíllinn ekki í kaskó. Þó hann hefði verið í kaskó þá hefðu tryggingarnar ekki bætt tjónið. Þess vegna lagði ég þessar upplýsingar beint á borðið hér og þessu var aldrei leynt.“ Aðspurður segist Reynir hafa verið allsgáður þegar óhappið átti sér stað. „Ég var ekki undir áhrifum áfengis. Ég var bara í veiðiferð og var að keyra yfir á.“Ætlar að bera tjónið sjálfur Farið hafi verið með bílinn á verkstæði í Reykjavík og ljóst hafi verið í ágúst að það tæki því ekki að gera við hann þar sem það hefði kostað 1.300 til 1.500 þúsund. Því hafi bíllinn verið seldur á partasölu fyrir 350 þúsund krónur. „Við ákváðum þá að reyna að fá eins mikið fyrir hann og hægt var í þessu ástandi sem hann var í og ég myndi taka á mig mismuninn sem var í kringum ein milljón króna.“ Reynir segist ekki enn hafa gert upp þessa milljón við Strætó því það eigi eftir að formgera með hvaða hætti það verði. Mikil ólga hefur verið innan Strætó og hefur DV meðal annars fjallað um óánægju meðal starfsmanna í garð Reynis. Hann gerir lítið úr því og segist ekki óttast um stöðu sína innan fyrirtækisins.Tekur strætó til vinnu þessa dagana „Ég fæ ekki alveg tengingu milli þess að fólk sé að nudda mér upp úr einhverjum bílakaupum og almennri óánægju starfsmanna. Ég les þetta frekar þannig að það eru einhverjir starfsmenn sem vilja koma á mig höggi. Það er allt í lagi, þá hafa þeir bara sínar aðferðir við það en ég hef ekki ástæðu til að óttast um stöðu mína. Ég hef ekki gert neitt rangt,“ segir Reynir. „Bíllinn sem slíkur hefur ekkert persónulegt gildi fyrir mig. Þetta er bara bíll. Það er auðvitað ekki þar með sagt að ég sé að afsala mér hlunnindunum.“ En sér Reynir eftir að hafa keypt svona dýran bíl? „Ég skil alveg þau sjónarmið sem eru uppi. Ég legg alveg skilning í þau og þess vegna skilaði ég bílnum þegar þetta kom upp,“ segir Reynir en stjórn Strætó bs. fór fram á að hann skilaði bílnum. Reynir hefur ekki fest kaup á nýjum bíl og segist ekki vera farinn að hugsa svo langt. Meðan hann er bíllaus tekur hann strætó í vinnuna. „Ég var að koma úr fríi á sunnudag, skilaði bílnum og tók strætó. Það er ófrágengið allt saman hvernig þetta verður. Ég er með bílahlunnindi en ef fyrirtækið vill fara með það í annan farveg þá er ég alveg opinn fyrir því en það er bara ófrágengið.“
Tengdar fréttir Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00
Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00