Heimsótti Minsk og fræddist um athvarf Viktoría Hermannsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 14:30 Högni skoðaði athvarfið sem er rekið af Rauða krossinum á Íslandi. myndir/Þórir Guðmundsson Ræddu málin Högni ræddi við skjólstæðinga athvarfsins. „Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert, að sjá þetta athvarf sem Rauði krossinn á Íslandi rekur þarna,“ segir Högni Egilsson söngvari, sem er á tónleikaferðlagi með hljómsveitinni Gus Gus. Í vikunni heimsótti hann athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem rekið er með aðstoð frá Rauða krossinum á Íslandi. Athvarfið er ætlað fólki sem er að aðlagast daglegu lífi eftir spítalavist á geðdeild. Það var reist að fyrirmynd slíkra athvarfa sem eru rekin hérlendis, meðal annars Vinjar við Hverfisgötu, Lautar á Akureyri og Dvalar í Kópavogi. Högni hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann sé með geðhvarfasýki og gat því miðlað af reynslu sinni til þeirra sem sækja athvarfið. Mikil vanþekking er á geðsjúkdómum í Hvíta- Rússlandi, að sögn Högna.Hann segir fólkið sem hann ræddi við margt hafa þurft að sæta miklum fordómum. „Það var skemmtilegt að koma þarna inn og eiga í samræðum við fólkið sem lendir á upp kant við samfélagið sitt vegna einhverrar greiningar. Það eru miklir fordómar og lítil vitneskja. Þarna hitti ég til dæmis stelpu sem var greind með geðklofa þegar hún var 16-17 ára og í kjölfarið mætti hún lokuðum dyrum alls staðar í umhverfi sínu. Hún mátti ekki fara í leikfimi í skólanum og gat svo ekki farið í háskóla að læra hönnun eins og hana langaði. Þarna heldur fólk oft á tíðum að geðklofa einstaklingar séu hættulegir enda vanþekkingin mikil.“ Hann segir að þó að vissulega sé þekkingin á geðsjúkdómum lengra á veg komin hérlendis þá séu samt fordómar til staðar. „Í kjölfarið á því að ég talaði opinberlega um mína sögu þá hafa margir talað við mig og sagt mér sínar sögur eða einhverra sem tengjast þeim. Það eru margir hræddir við geðsjúkdóma og það þarf að sýna þessum einstaklingum stuðning og hlusta á þá til þess að gera þeim kleift að vera með í samfélaginu.“ Högni ræddi við fólkið í athvarfinu um þessi málefni og tók líka lagið. „Fólkið þarna var mjög innblásið. Það eiga allir rétt á sínum upplifunum. Það þarf að tala um verðmætin og þau gildi sem það felur í sér að eiga sér sögu, eiga sér þessa þrekraun og takast á við umhverfi sitt. Í því er fólgin ákveðin sorg og reynsla en um leið gerir það þig að dýpri manneskju fyrir vikið,“ segir hann. Högni segir það hafa verið afar áhugavert að heimsækja athvarfið og hitta fólk úr öðrum menningarheimi sem er að kljást við geðsjúkdóma. „Þetta er eina svona athvarfið í þessari stóru borg. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að fara þangað. Þetta er flott starf sem Rauði krossinn er að vinna þarna og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í svona.“ Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ræddu málin Högni ræddi við skjólstæðinga athvarfsins. „Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert, að sjá þetta athvarf sem Rauði krossinn á Íslandi rekur þarna,“ segir Högni Egilsson söngvari, sem er á tónleikaferðlagi með hljómsveitinni Gus Gus. Í vikunni heimsótti hann athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem rekið er með aðstoð frá Rauða krossinum á Íslandi. Athvarfið er ætlað fólki sem er að aðlagast daglegu lífi eftir spítalavist á geðdeild. Það var reist að fyrirmynd slíkra athvarfa sem eru rekin hérlendis, meðal annars Vinjar við Hverfisgötu, Lautar á Akureyri og Dvalar í Kópavogi. Högni hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann sé með geðhvarfasýki og gat því miðlað af reynslu sinni til þeirra sem sækja athvarfið. Mikil vanþekking er á geðsjúkdómum í Hvíta- Rússlandi, að sögn Högna.Hann segir fólkið sem hann ræddi við margt hafa þurft að sæta miklum fordómum. „Það var skemmtilegt að koma þarna inn og eiga í samræðum við fólkið sem lendir á upp kant við samfélagið sitt vegna einhverrar greiningar. Það eru miklir fordómar og lítil vitneskja. Þarna hitti ég til dæmis stelpu sem var greind með geðklofa þegar hún var 16-17 ára og í kjölfarið mætti hún lokuðum dyrum alls staðar í umhverfi sínu. Hún mátti ekki fara í leikfimi í skólanum og gat svo ekki farið í háskóla að læra hönnun eins og hana langaði. Þarna heldur fólk oft á tíðum að geðklofa einstaklingar séu hættulegir enda vanþekkingin mikil.“ Hann segir að þó að vissulega sé þekkingin á geðsjúkdómum lengra á veg komin hérlendis þá séu samt fordómar til staðar. „Í kjölfarið á því að ég talaði opinberlega um mína sögu þá hafa margir talað við mig og sagt mér sínar sögur eða einhverra sem tengjast þeim. Það eru margir hræddir við geðsjúkdóma og það þarf að sýna þessum einstaklingum stuðning og hlusta á þá til þess að gera þeim kleift að vera með í samfélaginu.“ Högni ræddi við fólkið í athvarfinu um þessi málefni og tók líka lagið. „Fólkið þarna var mjög innblásið. Það eiga allir rétt á sínum upplifunum. Það þarf að tala um verðmætin og þau gildi sem það felur í sér að eiga sér sögu, eiga sér þessa þrekraun og takast á við umhverfi sitt. Í því er fólgin ákveðin sorg og reynsla en um leið gerir það þig að dýpri manneskju fyrir vikið,“ segir hann. Högni segir það hafa verið afar áhugavert að heimsækja athvarfið og hitta fólk úr öðrum menningarheimi sem er að kljást við geðsjúkdóma. „Þetta er eina svona athvarfið í þessari stóru borg. Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að fara þangað. Þetta er flott starf sem Rauði krossinn er að vinna þarna og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í svona.“
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira