Börn leigjenda búa við verri kjör Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:45 Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Leigjendasamtakanna. Vísir/Aðsend mynd Börn sem búa við verri kjör búa fleiri hjá foreldrum sem leigja húsnæði en þeim sem greiða húsnæðislán. Þetta kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem birt voru í gær. Jóhann Már Sigurbjörnsson, stjórnarformaður Samtaka leigjenda á Íslandi eða Leigjendasamtakanna, segist hafa áhyggjur af þessu ástandi, þetta sé hópur sem fái litla sem enga aðstoð og að staðreyndin sé sú að brotið sé á lagalegum rétti þessara barna. Foreldrar 28 prósent þeirra barna sem búa í leiguhúsnæði voru undir lágtekjumörkum árið 2013 og tæplega 21 prósent þeirra bjó við skort á efnislegum gæðum. Á sama tíma bjuggu 7,5 prósent barna á heimilum með húsnæðislán undir lágtekjumörkum og fimm prósent bjuggu við skort á efnislegum gæðum. „Við erum búin að leita álits umboðsmanns barna varðandi þetta,“ segir Jóhann. Hann segir að umboðsmaður hafi ekki tekið skýra afstöðu en lýst yfir áhyggjum sínum. Þegar álits var leitað lágu þessar formlegu tölur þó ekki fyrir en Leigjendasamtökin tóku saman staðreyndir sem byggðu á tölum frá ASÍ og fleiri samtökum. Tölurnar leiddu í ljós að um ellefu þúsund börn búa við húsnæðisvanda. Jóhann er hræddur um að staðan sé jafnvel verri en kemur fram í tölum Hagstofunnar þar sem upplýsingar um leigumarkaðinn byggja á þinglýstum samningum. „Neytendasamtökin gerðu rannsókn þar sem fram kom að það væri að meðaltali 20-30 prósenta munur á markaðsverðinu og verðinu sem Þjóðskrá gefur upp.“ Jóhann vill ráðast í rannsókn á högum þessara barna í samstarfi við grunnskólana í landinu og hyggjast Leigjendasamtökin biðja um styrki til þessa á komandi vikum. „Þetta er rosalegur fjöldi barna. Þetta er í raun tvíþættur vandi. Annars vegar þessi hópur sem er undir fátæktarmörkum og hins vegar að langtímaleiga er á bilinu eitt til þrjú ár í mesta lagi.“ Hann bendir á að þetta merki að börnin flytji oft ásamt fjölskyldum sínum. „Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að tíðir flutningar barna á grunnskólaaldri skila sér í skertri námsgetu auk þess sem börn í slíkum aðstæðum standa samfélagslega verr að vígi heldur en hin börnin.“ Jóhann hefur fundað með borgarstjóra og beðið um fleiri úrræði fyrir leigjendur á höfuðborgarsvæðinu en hann segir lítið um úrbætur í farveginum. Þetta sé áhugavert í ljósi tíðinda gærdagsins um skuldaniðurfellinguna sem skilar sér einvörðungu til þeirra sem þegar eiga húsnæði. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Börn sem búa við verri kjör búa fleiri hjá foreldrum sem leigja húsnæði en þeim sem greiða húsnæðislán. Þetta kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem birt voru í gær. Jóhann Már Sigurbjörnsson, stjórnarformaður Samtaka leigjenda á Íslandi eða Leigjendasamtakanna, segist hafa áhyggjur af þessu ástandi, þetta sé hópur sem fái litla sem enga aðstoð og að staðreyndin sé sú að brotið sé á lagalegum rétti þessara barna. Foreldrar 28 prósent þeirra barna sem búa í leiguhúsnæði voru undir lágtekjumörkum árið 2013 og tæplega 21 prósent þeirra bjó við skort á efnislegum gæðum. Á sama tíma bjuggu 7,5 prósent barna á heimilum með húsnæðislán undir lágtekjumörkum og fimm prósent bjuggu við skort á efnislegum gæðum. „Við erum búin að leita álits umboðsmanns barna varðandi þetta,“ segir Jóhann. Hann segir að umboðsmaður hafi ekki tekið skýra afstöðu en lýst yfir áhyggjum sínum. Þegar álits var leitað lágu þessar formlegu tölur þó ekki fyrir en Leigjendasamtökin tóku saman staðreyndir sem byggðu á tölum frá ASÍ og fleiri samtökum. Tölurnar leiddu í ljós að um ellefu þúsund börn búa við húsnæðisvanda. Jóhann er hræddur um að staðan sé jafnvel verri en kemur fram í tölum Hagstofunnar þar sem upplýsingar um leigumarkaðinn byggja á þinglýstum samningum. „Neytendasamtökin gerðu rannsókn þar sem fram kom að það væri að meðaltali 20-30 prósenta munur á markaðsverðinu og verðinu sem Þjóðskrá gefur upp.“ Jóhann vill ráðast í rannsókn á högum þessara barna í samstarfi við grunnskólana í landinu og hyggjast Leigjendasamtökin biðja um styrki til þessa á komandi vikum. „Þetta er rosalegur fjöldi barna. Þetta er í raun tvíþættur vandi. Annars vegar þessi hópur sem er undir fátæktarmörkum og hins vegar að langtímaleiga er á bilinu eitt til þrjú ár í mesta lagi.“ Hann bendir á að þetta merki að börnin flytji oft ásamt fjölskyldum sínum. „Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að tíðir flutningar barna á grunnskólaaldri skila sér í skertri námsgetu auk þess sem börn í slíkum aðstæðum standa samfélagslega verr að vígi heldur en hin börnin.“ Jóhann hefur fundað með borgarstjóra og beðið um fleiri úrræði fyrir leigjendur á höfuðborgarsvæðinu en hann segir lítið um úrbætur í farveginum. Þetta sé áhugavert í ljósi tíðinda gærdagsins um skuldaniðurfellinguna sem skilar sér einvörðungu til þeirra sem þegar eiga húsnæði.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira