Forsíðuviðtal Lífsins: Vissi að ég yrði aldrei grennst Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 09:00 Katrín Johnson FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég lét plata mig í að taka þátt í einu verkefni, en ég er samt enn þá hætt.“ segir Katrín Johnson, sem dansar í verkinu Emotional hjá Íslenska dansflokknum eftir að hafa sagt skilið við hann, að hún hélt fyrir fullt og allt, fyrir þremur árum. Katrín vissi alltaf hvert hún stefndi. „Frá unga aldri var ég búin að ákveða að verða dansari. Svo var það heppni að ég hafði hæfileikana og að hlutirnir gengu upp. Mamma var minn helsti stuðningsmaður alla tíð og setti mig í ballett fimm ára. Hana grunaði reyndar ekki þá að þetta yrði líf mitt og yndi.“Var komin með nógKatrín hætti að dansa eftir að hafa dansað fyrir Íslenska dansflokkinn og víðar í 15 ár. „Þetta var ekki ákvörðun heldur uppgötvun. Ég kom heim eftir erfiðan vinnudag og allt í einu hugsaði ég að það væri komið nóg, ég væri búin,“ útskýrir hún. „Þegar maður vinnur í dansflokkum þá gefur maður hjarta sitt og sál í hvert verkefni. Fólk áttar sig ekki á að það að vera dansari kostar blóð, svita og tár. Ég var orðin södd, sem mér finnst besta ástæðan til þess að hætta. Metnaðurinn var þó enn þá til staðar og þess vegna vildi ég líka hætta. Ég hef alltaf verið hrædd við að halda áfram of lengi. Ég vildi hætta á toppnum. Líftími dansara er ekki langur.“Katrín í tökum fyrir dans dans dans.Hefði hætt við þrisvar „Ég fékk aldrei bakþanka á þessum þremur árum þannig að ég veit eiginlega ekki af hverju ég sagði já við þessu verkefni,“ segir Katrín og hlær. „Ég kom sjálfri mér á óvart. Það hefur líklega eitthvað með það að gera að danshöfundurinn bað mig rosalega oft og fallega og flatteraði mig upp úr skónum. Þegar þetta tregafulla já fékkst út úr mér var Kristín Ögmundsdóttir, vinkona mín og nú framkvæmdastjóri dansflokksins, mjög séð og lét mig skrifa undir samning strax. Eftir það varð ekki aftur snúið, ég hefði örugglega hætt við þrisvar ef hún hefði ekki gert það,“ segir hún létt í bragði.Pressa að vera mjó„Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Ég var engan veginn í formi fyrir þetta. Ég tók þetta að mér á þeim forsendum að þau yrðu að vilja mig á þeim stað sem ég er á í dag. Ég hafði engan áhuga á að dansa einhvern hópkafla þar sem ég liti illa út við hliðina á hinum. Ég hefði samt ekki sagt já ef mér hefði liðið illa í líkamanum eða verið búin að fitna mikið.“ Spurð hvort útlitskröfurnar séu miklar í dansinum segir hún þær vera til staðar en ekki endilega af þeim ástæðum sem fólk geri ráð fyrir. „Jú, það er pressa en þú veist hvað þú ert ráðin til að gera og líkami þinn þarf að vera í ákveðnu standi til þess að geta gert það vel. Ég er ekki að meina að þú getir ekki dansað með einhver aukakíló en strákarnir þurfa að lyfta þér og þú stofnar heilsu þeirra í hættu með því að vera allt of þung. Ég var þó alltaf meðvituð um að ég þyrfti að vera mjó, en ég var aldrei grennst og vissi að ég yrði það aldrei. Ég var líka alltaf hæst og leið oft eins og ég væri allt of stór en ég fór aldrei í neinar öfgar til að grennast. Það þarf líka vöðva, styrk og úthald til þess að geta dansað sem er erfitt ef þú leyfir þér ekki að borða. Ég hef auðvitað kynnst hinni hliðinni líka þar sem fólk hefur verið illa haldið af átröskunum í gegnum tíðina. Ég man eftir svakalegum anorexíusjúklingum í skólanum í Svíþjóð en aldrei hér. Starfsmenn dansflokksins eru ótrúlega heilbrigt og flott fólk,“ segir hún stolt á svip.Tignarleg að dansa með íslenska dansflokknum.Skammarlega lítið fjármagn„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er flottur hópur. Þetta er svo ótrúlega fjölhæft fólk og algjör sviðsdýr. Það er líka stór ástæða þess hversu virtur dansflokkurinn er á alþjóðavettvangi. Það þarf að styðja betur við þessa listgrein, dansinn fær skammarlega lítið fjármagn. Mér finnst þreytt að það sé ekki fyrr en fólk sér það svart á hvítu hversu miklu listræn starfsemi skilar í ríkiskassann að ráðamenn fara að kunna að meta hana,“ segir Kata og bætir því við að fólkið í landinu kunni að meta listræna starfsemi þótt hið opinbera geri það ekki. Spurð hvort Íslendingar skilji dans svarar Kata hvorki játandi né neitandi. „Dans er ekki eitthvað sem þarf að skilja, ég held samt að þeir kunni að meta hann. Miklu fleiri en maður heldur. Í gegnum árin hefur þekking fólks á dansi aukist. Þegar ég var að byrja í dansflokknum þá spurði fólk iðulega hvar ég væri að vinna annars staðar. Ég fæ þessa spurningu aldrei lengur. Fólk virðist vera búið að átta sig á að þetta er gild atvinna.“Ekki fórnarlamb í eigin lífiKata fór úr dansinum í mannfræði. „Fólk ráðlagði mér að gera eitthvað skynsamlegra. Mér finnst bara ekkert skynsamlegt að fara að læra eitthvað sem ég hef engan áhuga á,“ segir Kata ákveðin. „Ég er miklu hræddari við að gera ekki eitthvað sem mig langar til að gera en að gera stundum bara eitthvað rugl. Maður verður að taka ábyrgð á eigin hamingju. Það þýðir ekki að vera fórnalamb í eigin lífi heldur er hver og einn gerandi í sínu lífi.“ Kata segist eiga sér stóra drauma varðandi framtíðina en sé ekki tilbúin að segja frá þeim strax. „Ég er þó nokkuð sannfærð um að þetta sé síðasta dansverk sem ég tek að mér. Nú er ég í alvöru hætt,“ segir hún að lokum og hlær. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
„Ég lét plata mig í að taka þátt í einu verkefni, en ég er samt enn þá hætt.“ segir Katrín Johnson, sem dansar í verkinu Emotional hjá Íslenska dansflokknum eftir að hafa sagt skilið við hann, að hún hélt fyrir fullt og allt, fyrir þremur árum. Katrín vissi alltaf hvert hún stefndi. „Frá unga aldri var ég búin að ákveða að verða dansari. Svo var það heppni að ég hafði hæfileikana og að hlutirnir gengu upp. Mamma var minn helsti stuðningsmaður alla tíð og setti mig í ballett fimm ára. Hana grunaði reyndar ekki þá að þetta yrði líf mitt og yndi.“Var komin með nógKatrín hætti að dansa eftir að hafa dansað fyrir Íslenska dansflokkinn og víðar í 15 ár. „Þetta var ekki ákvörðun heldur uppgötvun. Ég kom heim eftir erfiðan vinnudag og allt í einu hugsaði ég að það væri komið nóg, ég væri búin,“ útskýrir hún. „Þegar maður vinnur í dansflokkum þá gefur maður hjarta sitt og sál í hvert verkefni. Fólk áttar sig ekki á að það að vera dansari kostar blóð, svita og tár. Ég var orðin södd, sem mér finnst besta ástæðan til þess að hætta. Metnaðurinn var þó enn þá til staðar og þess vegna vildi ég líka hætta. Ég hef alltaf verið hrædd við að halda áfram of lengi. Ég vildi hætta á toppnum. Líftími dansara er ekki langur.“Katrín í tökum fyrir dans dans dans.Hefði hætt við þrisvar „Ég fékk aldrei bakþanka á þessum þremur árum þannig að ég veit eiginlega ekki af hverju ég sagði já við þessu verkefni,“ segir Katrín og hlær. „Ég kom sjálfri mér á óvart. Það hefur líklega eitthvað með það að gera að danshöfundurinn bað mig rosalega oft og fallega og flatteraði mig upp úr skónum. Þegar þetta tregafulla já fékkst út úr mér var Kristín Ögmundsdóttir, vinkona mín og nú framkvæmdastjóri dansflokksins, mjög séð og lét mig skrifa undir samning strax. Eftir það varð ekki aftur snúið, ég hefði örugglega hætt við þrisvar ef hún hefði ekki gert það,“ segir hún létt í bragði.Pressa að vera mjó„Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Ég var engan veginn í formi fyrir þetta. Ég tók þetta að mér á þeim forsendum að þau yrðu að vilja mig á þeim stað sem ég er á í dag. Ég hafði engan áhuga á að dansa einhvern hópkafla þar sem ég liti illa út við hliðina á hinum. Ég hefði samt ekki sagt já ef mér hefði liðið illa í líkamanum eða verið búin að fitna mikið.“ Spurð hvort útlitskröfurnar séu miklar í dansinum segir hún þær vera til staðar en ekki endilega af þeim ástæðum sem fólk geri ráð fyrir. „Jú, það er pressa en þú veist hvað þú ert ráðin til að gera og líkami þinn þarf að vera í ákveðnu standi til þess að geta gert það vel. Ég er ekki að meina að þú getir ekki dansað með einhver aukakíló en strákarnir þurfa að lyfta þér og þú stofnar heilsu þeirra í hættu með því að vera allt of þung. Ég var þó alltaf meðvituð um að ég þyrfti að vera mjó, en ég var aldrei grennst og vissi að ég yrði það aldrei. Ég var líka alltaf hæst og leið oft eins og ég væri allt of stór en ég fór aldrei í neinar öfgar til að grennast. Það þarf líka vöðva, styrk og úthald til þess að geta dansað sem er erfitt ef þú leyfir þér ekki að borða. Ég hef auðvitað kynnst hinni hliðinni líka þar sem fólk hefur verið illa haldið af átröskunum í gegnum tíðina. Ég man eftir svakalegum anorexíusjúklingum í skólanum í Svíþjóð en aldrei hér. Starfsmenn dansflokksins eru ótrúlega heilbrigt og flott fólk,“ segir hún stolt á svip.Tignarleg að dansa með íslenska dansflokknum.Skammarlega lítið fjármagn„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er flottur hópur. Þetta er svo ótrúlega fjölhæft fólk og algjör sviðsdýr. Það er líka stór ástæða þess hversu virtur dansflokkurinn er á alþjóðavettvangi. Það þarf að styðja betur við þessa listgrein, dansinn fær skammarlega lítið fjármagn. Mér finnst þreytt að það sé ekki fyrr en fólk sér það svart á hvítu hversu miklu listræn starfsemi skilar í ríkiskassann að ráðamenn fara að kunna að meta hana,“ segir Kata og bætir því við að fólkið í landinu kunni að meta listræna starfsemi þótt hið opinbera geri það ekki. Spurð hvort Íslendingar skilji dans svarar Kata hvorki játandi né neitandi. „Dans er ekki eitthvað sem þarf að skilja, ég held samt að þeir kunni að meta hann. Miklu fleiri en maður heldur. Í gegnum árin hefur þekking fólks á dansi aukist. Þegar ég var að byrja í dansflokknum þá spurði fólk iðulega hvar ég væri að vinna annars staðar. Ég fæ þessa spurningu aldrei lengur. Fólk virðist vera búið að átta sig á að þetta er gild atvinna.“Ekki fórnarlamb í eigin lífiKata fór úr dansinum í mannfræði. „Fólk ráðlagði mér að gera eitthvað skynsamlegra. Mér finnst bara ekkert skynsamlegt að fara að læra eitthvað sem ég hef engan áhuga á,“ segir Kata ákveðin. „Ég er miklu hræddari við að gera ekki eitthvað sem mig langar til að gera en að gera stundum bara eitthvað rugl. Maður verður að taka ábyrgð á eigin hamingju. Það þýðir ekki að vera fórnalamb í eigin lífi heldur er hver og einn gerandi í sínu lífi.“ Kata segist eiga sér stóra drauma varðandi framtíðina en sé ekki tilbúin að segja frá þeim strax. „Ég er þó nokkuð sannfærð um að þetta sé síðasta dansverk sem ég tek að mér. Nú er ég í alvöru hætt,“ segir hún að lokum og hlær.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira