Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Flugvöllur í borgarlandi. Fram kom á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar gæti farið í 95 prósent verði einungis notast við tvær flugbrautir. Fréttablaðið/Vilhelm Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“ Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum