Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Flugvöllur í borgarlandi. Fram kom á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar gæti farið í 95 prósent verði einungis notast við tvær flugbrautir. Fréttablaðið/Vilhelm Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“ Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Sjá meira
Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46