Microsoft tekur þátt í þróun insúlínsprauta Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. nóvember 2014 10:15 Sigurjón Lýðsson segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að faðir hans hafi verið með sykursýki í yfir 35 ár.fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að búa til nýja insúlínsprautu,“ segir Sigurjón Lýðsson hjá nýsköpunarfyrirtækinu Medilync. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað og hannað tæki sem er ætlað að halda og safna saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúkra. Tækið sem gengur undir nafninu Insulync mælir blóðsykur og gefur insúlín. Svo er hægt að geyma á tækinu upplýsingar um insúlíngjafir og blóðsykursmælingar sem síðan eru sendar í miðlæga gagnageymslu í skýinu Cloudlync. Notandinn getur svo nálgast sín gögn í gegnum vafra eða þar til gert app. Einnig getur notandinn gefið öðrum aðgang að sínum gögnum svo sem aðstandanda eða lækni. Með þessu geta foreldrar til dæmis fylgst með insúlíninntöku barna sinna. „Insúlínpennarnir eins og þeir eru í dag eru mjög einfaldir,“ segir Sigurjón. Þessir pennar séu ekki hannaðir til þess að geyma upplýsingar. „Við viljum að notandinn geti fengið þessar upplýsingar vistaðar á daginn.“ Tækið er einnig blóðsykursmælir. „Þú getur mælt blóðsykur á tækinu þannig að þú ert að fá eitt og sama tækið. Við erum að fækka hlutunum og einfalda fyrir sjúklinginn,“ segir Sigurjón sem kveður persónulega reynslu hafa orðið til þess að hann fór að þróa tækið. „Við erum að breyta því hvernig sykursjúkur getur meðhöndlað sinn sjúkdóm,“ segir Sigurjón. Þarna verði til ákveðin gögn sem sjúklingur getur komist í. Sykursjúklingar hafi oft háan blóðsykur um langan tíma. Það þrengi æðarnar og geti haft áhrif á skammtímaminni. „Ítrekað hef ég upplifað þetta með pabba minn,“ segir Sigurjón. Faðir hans hafi haft sykursýki í 35 ár og stundum þegar hann sprauti sig sé hann búinn að gleyma því fimm mínútum seinna. Eigendur Medilync fengu nýlega boð frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum um að koma til Seattle og vinna með tölvunarverkfræðingum Microsoft að hugbúnaðinum og skýinu sem tengist lausnum Medilync. „Það sem við erum að fara að gera með Microsoft er að við erum að fara að vinna að þeim hluta sem tengir tækið við skýið þeirra,“ segir Sigurjón, sem áður vann hjá Microsoft í níu ár. Forsvarsmenn Medilync munu svo hitta Scott Guthrie, aðstoðarforstjóra Microsoft Cloud & Enterprise, í janúar í höfuðstöðvum Microsoft í Seattle. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Við erum að búa til nýja insúlínsprautu,“ segir Sigurjón Lýðsson hjá nýsköpunarfyrirtækinu Medilync. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað og hannað tæki sem er ætlað að halda og safna saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúkra. Tækið sem gengur undir nafninu Insulync mælir blóðsykur og gefur insúlín. Svo er hægt að geyma á tækinu upplýsingar um insúlíngjafir og blóðsykursmælingar sem síðan eru sendar í miðlæga gagnageymslu í skýinu Cloudlync. Notandinn getur svo nálgast sín gögn í gegnum vafra eða þar til gert app. Einnig getur notandinn gefið öðrum aðgang að sínum gögnum svo sem aðstandanda eða lækni. Með þessu geta foreldrar til dæmis fylgst með insúlíninntöku barna sinna. „Insúlínpennarnir eins og þeir eru í dag eru mjög einfaldir,“ segir Sigurjón. Þessir pennar séu ekki hannaðir til þess að geyma upplýsingar. „Við viljum að notandinn geti fengið þessar upplýsingar vistaðar á daginn.“ Tækið er einnig blóðsykursmælir. „Þú getur mælt blóðsykur á tækinu þannig að þú ert að fá eitt og sama tækið. Við erum að fækka hlutunum og einfalda fyrir sjúklinginn,“ segir Sigurjón sem kveður persónulega reynslu hafa orðið til þess að hann fór að þróa tækið. „Við erum að breyta því hvernig sykursjúkur getur meðhöndlað sinn sjúkdóm,“ segir Sigurjón. Þarna verði til ákveðin gögn sem sjúklingur getur komist í. Sykursjúklingar hafi oft háan blóðsykur um langan tíma. Það þrengi æðarnar og geti haft áhrif á skammtímaminni. „Ítrekað hef ég upplifað þetta með pabba minn,“ segir Sigurjón. Faðir hans hafi haft sykursýki í 35 ár og stundum þegar hann sprauti sig sé hann búinn að gleyma því fimm mínútum seinna. Eigendur Medilync fengu nýlega boð frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum um að koma til Seattle og vinna með tölvunarverkfræðingum Microsoft að hugbúnaðinum og skýinu sem tengist lausnum Medilync. „Það sem við erum að fara að gera með Microsoft er að við erum að fara að vinna að þeim hluta sem tengir tækið við skýið þeirra,“ segir Sigurjón, sem áður vann hjá Microsoft í níu ár. Forsvarsmenn Medilync munu svo hitta Scott Guthrie, aðstoðarforstjóra Microsoft Cloud & Enterprise, í janúar í höfuðstöðvum Microsoft í Seattle.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira