Microsoft tekur þátt í þróun insúlínsprauta Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. nóvember 2014 10:15 Sigurjón Lýðsson segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að faðir hans hafi verið með sykursýki í yfir 35 ár.fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að búa til nýja insúlínsprautu,“ segir Sigurjón Lýðsson hjá nýsköpunarfyrirtækinu Medilync. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað og hannað tæki sem er ætlað að halda og safna saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúkra. Tækið sem gengur undir nafninu Insulync mælir blóðsykur og gefur insúlín. Svo er hægt að geyma á tækinu upplýsingar um insúlíngjafir og blóðsykursmælingar sem síðan eru sendar í miðlæga gagnageymslu í skýinu Cloudlync. Notandinn getur svo nálgast sín gögn í gegnum vafra eða þar til gert app. Einnig getur notandinn gefið öðrum aðgang að sínum gögnum svo sem aðstandanda eða lækni. Með þessu geta foreldrar til dæmis fylgst með insúlíninntöku barna sinna. „Insúlínpennarnir eins og þeir eru í dag eru mjög einfaldir,“ segir Sigurjón. Þessir pennar séu ekki hannaðir til þess að geyma upplýsingar. „Við viljum að notandinn geti fengið þessar upplýsingar vistaðar á daginn.“ Tækið er einnig blóðsykursmælir. „Þú getur mælt blóðsykur á tækinu þannig að þú ert að fá eitt og sama tækið. Við erum að fækka hlutunum og einfalda fyrir sjúklinginn,“ segir Sigurjón sem kveður persónulega reynslu hafa orðið til þess að hann fór að þróa tækið. „Við erum að breyta því hvernig sykursjúkur getur meðhöndlað sinn sjúkdóm,“ segir Sigurjón. Þarna verði til ákveðin gögn sem sjúklingur getur komist í. Sykursjúklingar hafi oft háan blóðsykur um langan tíma. Það þrengi æðarnar og geti haft áhrif á skammtímaminni. „Ítrekað hef ég upplifað þetta með pabba minn,“ segir Sigurjón. Faðir hans hafi haft sykursýki í 35 ár og stundum þegar hann sprauti sig sé hann búinn að gleyma því fimm mínútum seinna. Eigendur Medilync fengu nýlega boð frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum um að koma til Seattle og vinna með tölvunarverkfræðingum Microsoft að hugbúnaðinum og skýinu sem tengist lausnum Medilync. „Það sem við erum að fara að gera með Microsoft er að við erum að fara að vinna að þeim hluta sem tengir tækið við skýið þeirra,“ segir Sigurjón, sem áður vann hjá Microsoft í níu ár. Forsvarsmenn Medilync munu svo hitta Scott Guthrie, aðstoðarforstjóra Microsoft Cloud & Enterprise, í janúar í höfuðstöðvum Microsoft í Seattle. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum að búa til nýja insúlínsprautu,“ segir Sigurjón Lýðsson hjá nýsköpunarfyrirtækinu Medilync. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað og hannað tæki sem er ætlað að halda og safna saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúkra. Tækið sem gengur undir nafninu Insulync mælir blóðsykur og gefur insúlín. Svo er hægt að geyma á tækinu upplýsingar um insúlíngjafir og blóðsykursmælingar sem síðan eru sendar í miðlæga gagnageymslu í skýinu Cloudlync. Notandinn getur svo nálgast sín gögn í gegnum vafra eða þar til gert app. Einnig getur notandinn gefið öðrum aðgang að sínum gögnum svo sem aðstandanda eða lækni. Með þessu geta foreldrar til dæmis fylgst með insúlíninntöku barna sinna. „Insúlínpennarnir eins og þeir eru í dag eru mjög einfaldir,“ segir Sigurjón. Þessir pennar séu ekki hannaðir til þess að geyma upplýsingar. „Við viljum að notandinn geti fengið þessar upplýsingar vistaðar á daginn.“ Tækið er einnig blóðsykursmælir. „Þú getur mælt blóðsykur á tækinu þannig að þú ert að fá eitt og sama tækið. Við erum að fækka hlutunum og einfalda fyrir sjúklinginn,“ segir Sigurjón sem kveður persónulega reynslu hafa orðið til þess að hann fór að þróa tækið. „Við erum að breyta því hvernig sykursjúkur getur meðhöndlað sinn sjúkdóm,“ segir Sigurjón. Þarna verði til ákveðin gögn sem sjúklingur getur komist í. Sykursjúklingar hafi oft háan blóðsykur um langan tíma. Það þrengi æðarnar og geti haft áhrif á skammtímaminni. „Ítrekað hef ég upplifað þetta með pabba minn,“ segir Sigurjón. Faðir hans hafi haft sykursýki í 35 ár og stundum þegar hann sprauti sig sé hann búinn að gleyma því fimm mínútum seinna. Eigendur Medilync fengu nýlega boð frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum um að koma til Seattle og vinna með tölvunarverkfræðingum Microsoft að hugbúnaðinum og skýinu sem tengist lausnum Medilync. „Það sem við erum að fara að gera með Microsoft er að við erum að fara að vinna að þeim hluta sem tengir tækið við skýið þeirra,“ segir Sigurjón, sem áður vann hjá Microsoft í níu ár. Forsvarsmenn Medilync munu svo hitta Scott Guthrie, aðstoðarforstjóra Microsoft Cloud & Enterprise, í janúar í höfuðstöðvum Microsoft í Seattle.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira