Upplýsingamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum hefur verið lokað og óvíst er hvenær starfseminni verður framhaldið. Ástæðan er fjárskortur.
Svo segir í tilkynningu frá Austurbrú, sem rekið hefur miðstöðina. Þar segir að um mikla afturför í þjónustu við ferðamenn sé að ræða.
Sífellt minna fjármagn frá Ferðamálastofu Íslands auk þess sem Fljótsdalshérað ákvað nýverið að endurskoða þátt sinn í rekstrinum eru ástæður lokunarinnar, en Austurbrú leitar leiða til að opna að nýju.
