Við ebólusmit hér á landi þyrfti að reisa vegg Viktoría Hermannsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 00:01 Að sögn Hildar Helgadóttur, verkefnastjóra viðbragðsteymis vegna ebólu, er búið að undirbúa þær viðbragðsáætlanir sem spítalinn hefur vegna ebólusmits. Fréttablaðið/Stefán Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra barst rétt eftir hádegi í gær tilkynning um vél sem væri að lenda með veikan farþega sem talið var að gæti verið ebólusmitaður. Að sögn Víðis Reynissonar, formanns almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, þá hafði vélin fyrst fengið leyfi til að lenda með veikan farþega en rétt fyrir lendingu kom önnur tilkynning um að lækni um borð grunaði að sjúklingurinn væri ebólusmitaður. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun vegna ebólu sett í gang. Þegar vélin lenti fór íslenskur læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um borð til þess að kanna ástand sjúklingsins en hann var ekki klæddur í hlífðarbúning. „Hann gerði frumathugun til þess að kanna hvort um ebólusmit gæti verið að ræða. Sú athugun leiddi í ljós að honum fannst mjög ólíklegt að um ebólu væri að ræða. Hann skoðaði sjúklinginn sem reyndist ekki vera með nein einkenni og hafði ekki verið á svæðum þar sem ebóla er útbreidd,“ segir hann en sjúklingurinn var að koma frá Suður-Afríku.Víðir ReynissonVíðir segir það hafa gengið vel að vinna eftir viðbragðsáætluninni og viðbúið hafi verið að fá tilkynningar vegna hugsanlegs smits. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að fá svona tilkynningar um að einhvern um borð grunaði að það væri smit þannig að þetta kom okkur ekki á óvart,“ segir hann. Ef um alvörusmit hefði verið að ræða þá segir Víðir að Landspítalinn hafi verið í stakk búinn til þess að taka við sjúklingnum. Hildur Helgadóttur, verkefnastjóri viðbragðsteymis vegna ebólu á Landspítala, tekur undir það. Á spítalanum hafi viðbragðsteymið verið í startholunum ef um smit hefði verið að ræða. „Við erum hluti af viðbragðsteymi Almannavarna en ekkert virkjaðist hjá okkur vegna þess að ekki reyndist vera um smit að ræða. Við vissum af þessu og vorum tilbúin,“ segir hún og tekur fram að fyrir helgi hafi verið gefin út ný viðbragðsáætlun. Þær ráðstafanir sem farið hafi verið í til að undirbúa spítalann undir möguleg ebólutilvik hafi öll verið tilbúin. Þar að auki, ef kemur upp smit, þurfi að reisa vegg sem gert sé ráð fyrir að taki 2–6 klukkustundir og þá myndi sjúklingurinn bíða í sjúkrabíl á meðan nauðsynlegar ráðstafanir væru gerðar áður en hann kæmi inn í húsið. Tengdar fréttir Grunur um ebólusmit á Keflavíkurflugvelli Maðurinn reyndist vera að koma frá Suður-Afríku og hefur verið staðfest að hann var ekki með einkenni sem samræmast ebólu. 3. nóvember 2014 14:30 Farþeginn fluttur á spítala Einstaklingurinn, sem grunur lék á að væri með ebólu og lent var með á Keflavíkurflugvelli í dag, var með krampa og froðufelldi en það eru ekki einkenni ebólu. 3. nóvember 2014 15:10 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra barst rétt eftir hádegi í gær tilkynning um vél sem væri að lenda með veikan farþega sem talið var að gæti verið ebólusmitaður. Að sögn Víðis Reynissonar, formanns almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, þá hafði vélin fyrst fengið leyfi til að lenda með veikan farþega en rétt fyrir lendingu kom önnur tilkynning um að lækni um borð grunaði að sjúklingurinn væri ebólusmitaður. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun vegna ebólu sett í gang. Þegar vélin lenti fór íslenskur læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um borð til þess að kanna ástand sjúklingsins en hann var ekki klæddur í hlífðarbúning. „Hann gerði frumathugun til þess að kanna hvort um ebólusmit gæti verið að ræða. Sú athugun leiddi í ljós að honum fannst mjög ólíklegt að um ebólu væri að ræða. Hann skoðaði sjúklinginn sem reyndist ekki vera með nein einkenni og hafði ekki verið á svæðum þar sem ebóla er útbreidd,“ segir hann en sjúklingurinn var að koma frá Suður-Afríku.Víðir ReynissonVíðir segir það hafa gengið vel að vinna eftir viðbragðsáætluninni og viðbúið hafi verið að fá tilkynningar vegna hugsanlegs smits. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að fá svona tilkynningar um að einhvern um borð grunaði að það væri smit þannig að þetta kom okkur ekki á óvart,“ segir hann. Ef um alvörusmit hefði verið að ræða þá segir Víðir að Landspítalinn hafi verið í stakk búinn til þess að taka við sjúklingnum. Hildur Helgadóttur, verkefnastjóri viðbragðsteymis vegna ebólu á Landspítala, tekur undir það. Á spítalanum hafi viðbragðsteymið verið í startholunum ef um smit hefði verið að ræða. „Við erum hluti af viðbragðsteymi Almannavarna en ekkert virkjaðist hjá okkur vegna þess að ekki reyndist vera um smit að ræða. Við vissum af þessu og vorum tilbúin,“ segir hún og tekur fram að fyrir helgi hafi verið gefin út ný viðbragðsáætlun. Þær ráðstafanir sem farið hafi verið í til að undirbúa spítalann undir möguleg ebólutilvik hafi öll verið tilbúin. Þar að auki, ef kemur upp smit, þurfi að reisa vegg sem gert sé ráð fyrir að taki 2–6 klukkustundir og þá myndi sjúklingurinn bíða í sjúkrabíl á meðan nauðsynlegar ráðstafanir væru gerðar áður en hann kæmi inn í húsið.
Tengdar fréttir Grunur um ebólusmit á Keflavíkurflugvelli Maðurinn reyndist vera að koma frá Suður-Afríku og hefur verið staðfest að hann var ekki með einkenni sem samræmast ebólu. 3. nóvember 2014 14:30 Farþeginn fluttur á spítala Einstaklingurinn, sem grunur lék á að væri með ebólu og lent var með á Keflavíkurflugvelli í dag, var með krampa og froðufelldi en það eru ekki einkenni ebólu. 3. nóvember 2014 15:10 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Grunur um ebólusmit á Keflavíkurflugvelli Maðurinn reyndist vera að koma frá Suður-Afríku og hefur verið staðfest að hann var ekki með einkenni sem samræmast ebólu. 3. nóvember 2014 14:30
Farþeginn fluttur á spítala Einstaklingurinn, sem grunur lék á að væri með ebólu og lent var með á Keflavíkurflugvelli í dag, var með krampa og froðufelldi en það eru ekki einkenni ebólu. 3. nóvember 2014 15:10