Lífið

Þrjátíu sýna á GGG

Gremlins verður sýnd í Bíó Paradís.
Gremlins verður sýnd í Bíó Paradís.
GGG er myndlistarsýning þar sem um þrjátíu myndlistarmenn sýna verk tileinkuð þremur ástsælustu kvikmyndaverkum níunda áratugarins. Gremlins, Goonies & Ghostbusters.

Sýningin opnar í Bíói Paradís á hrekkjavökunni, eða í dag, og stendur yfir í tvær vikur. Bíóið mun auk þess taka hina heilögu þrenningu til sýninga í tilefni hrekkjavökunnar. Gremlins verður sýnd kl. 18, The Goonies kl. 20 og Ghostbusters verður sýnd kl. 22.

Á meðal listamanna sem taka þátt í sýningunni eru Curver Thoroddsen, Davíð Örn Halldórsson, Halldór Baldursson, Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Þórir Karl Bragason Celin, Julia Mai Linnéa Maria og Sara Riel.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×