Átta dómar fallið gegn Íslandi síðastliðinn áratug Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að kanna þurfi hvort Íslendingar eigi að eiga aðild að dómstólnum. Nordicphotos/AFP Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent