Átta dómar fallið gegn Íslandi síðastliðinn áratug Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að kanna þurfi hvort Íslendingar eigi að eiga aðild að dómstólnum. Nordicphotos/AFP Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira