Átta dómar fallið gegn Íslandi síðastliðinn áratug Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að kanna þurfi hvort Íslendingar eigi að eiga aðild að dómstólnum. Nordicphotos/AFP Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dómstólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska ríkinu, og þar sem hann finnur brotalamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að.jón Steinar GunnlaugssonVill skoða að hætta samstarfi við Mannréttindadómstólinn Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir málafjöldann sem liggur fyrir dómstólnum standa honum fyrir þrifum. „Við Íslendingar höfum verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæstaréttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniðurstöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæstaréttar. Benti Ólafur Börkur einmitt á lög um Mannréttindasáttmála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rökstuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þessum hætti,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira