Sex plús sex í síðustu sex Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2014 06:00 vísir/andri marinó Frábær endasprettur Atla Guðnasonar í sumar dugði ekki til að færa FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn en tryggði honum hins vegar toppsætið á tveimur listum því enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gaf fleiri stoðsendingar eða bjó til fleiri mörk fyrir sitt lið sumarið 2014. Atli var eini leikmaður í deildinni sem náði tuginum í bæði mörkum (10) og stoðsendingum (11) og hann kom alls að 22 mörkum FH-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar eða fjórum fleiri en næsti maður sem var Gary Martin í KR.Tíu eða fleiri sjö sumur í röð Þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum sem Atli gefur flestar stoðsendingar í deildinni (líka 2012) og enn fremur fjórða árið í röð sem FH-ingur vinnur stoðsendingatitilinn því Atli og Ólafur Páll Snorrason (2013 og 2011) hafa skipst á að gefa flestar stoðsendingar í deildinni á síðustu tímabilum. Atli átti einnig þátt í langflestum mörkum sumarið 2012 en þá kom hann að 25 mörkum FH-liðsins. Hann var líka einu marki frá því að leiða listann sumarið 2009 en Atli er nú búinn að koma að tíu mörkum eða fleiri á sjö tímabilum í röð með Hafnarfjarðarliðinu. Atli hefur nú leikið 178 leiki í efstu deild á ferlinum og komið að samtals 124 mörkum í þeim, annaðhvort með því að skora sjálfur (53 mörk) eða leggja upp mörk fyrir félaga sína (71-63 stoðsendingar). Hann er kominn upp í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir félagið frá því að farið var að skrá stoðsendingar í efstu deild sumarið 1992. Ólafur Páll er þar í öðru sæti með 55 stoðsendingar í FH-búningnum. Líklega var það útspil Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH-liðsins, sem átti mestan þátt í þessum magnaða endaspretti Atla í sumar sem og það að við leikmannahóp FH bættist nýr framherji.Bara tvær í fyrri umferðinni Atli var nefnilega „bara“ búinn að gefa samtals tvær stoðsendingar í fyrri umferðinni og því benti ekkert til þess að hann væri að fara að blanda sér í baráttuna um stoðsendingatitilinn í ár. Atli byrjaði hins vegar seinni umferðina á því að gefa samanlagt þrjár stoðsendingar í 12. og 13. umferð og fór síðan fyrst almennilega í gang þegar Heimir færði hann fyrir aftan framherjann Steven Lennon. Atli kom með beinum hætti að tólf mörkum FH í síðustu sex leikjunum (FH-liðið skoraði alls 16 mörk), skoraði sex sjálfur og gaf sex stoðsendingar að auki. Hann náði því bæði að skora þrennu og leggja upp þrjú mörk í einum leik.Samvinnan við Lennon Samvinnan við Skotann snögga var vissulega lykillinn. Atli og Lennon bjuggu meðal annars til sjö mörk saman, það er þar sem annar þeirra lagði upp mark fyrir hinn. Fjórar af sex síðustu stoðsendingum Atla á tímabilinu voru einmitt á Lennon. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þeim næsta sumar.Þáttur í flestum Mörkum:(Mörk + mörk undirbúin) Atli Guðnason, FH 22 (10 + 12) Gary John Martin, KR 18 (13+5) Ólafur Karl Finsen, Stjarnan 16 (11+5) Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 16 (10+6) Elías Már Ómarsson, Keflavík 15 (6+9) Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan 14 (6+8) Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 14 (7+7) Jóhann Helgi Hannesson, Þó 13 (7+6) Ragnar Leósson, Fjölni 13 (3+10) Jonathan Glenn, ÍBV 13 (12+1) Aron Elís Þrándarson, Víkingur R. 12 (5-7) Hörður Sveinsson, Keflavík 12 (10+2)Flestar stoðsendingar í Pepsi-deildinni: Atli Guðnason, FH 11 Ragnar Leósson, Fjölni 10 Ólafur Páll Snorrason, FH 10 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík 7 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7 Haukur Heiðar Hauksson, KR 6 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 6 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 6 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni 5 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Gary John Martin, KR 4 Pablo Oshan Punyed, Stjörnunni 4 Haukur Baldvinsson, Fram 4 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram 4 Finnur Ólafsson, Fylki 4 Steven Lennon, FH 4 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Frábær endasprettur Atla Guðnasonar í sumar dugði ekki til að færa FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn en tryggði honum hins vegar toppsætið á tveimur listum því enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gaf fleiri stoðsendingar eða bjó til fleiri mörk fyrir sitt lið sumarið 2014. Atli var eini leikmaður í deildinni sem náði tuginum í bæði mörkum (10) og stoðsendingum (11) og hann kom alls að 22 mörkum FH-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar eða fjórum fleiri en næsti maður sem var Gary Martin í KR.Tíu eða fleiri sjö sumur í röð Þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum sem Atli gefur flestar stoðsendingar í deildinni (líka 2012) og enn fremur fjórða árið í röð sem FH-ingur vinnur stoðsendingatitilinn því Atli og Ólafur Páll Snorrason (2013 og 2011) hafa skipst á að gefa flestar stoðsendingar í deildinni á síðustu tímabilum. Atli átti einnig þátt í langflestum mörkum sumarið 2012 en þá kom hann að 25 mörkum FH-liðsins. Hann var líka einu marki frá því að leiða listann sumarið 2009 en Atli er nú búinn að koma að tíu mörkum eða fleiri á sjö tímabilum í röð með Hafnarfjarðarliðinu. Atli hefur nú leikið 178 leiki í efstu deild á ferlinum og komið að samtals 124 mörkum í þeim, annaðhvort með því að skora sjálfur (53 mörk) eða leggja upp mörk fyrir félaga sína (71-63 stoðsendingar). Hann er kominn upp í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir félagið frá því að farið var að skrá stoðsendingar í efstu deild sumarið 1992. Ólafur Páll er þar í öðru sæti með 55 stoðsendingar í FH-búningnum. Líklega var það útspil Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH-liðsins, sem átti mestan þátt í þessum magnaða endaspretti Atla í sumar sem og það að við leikmannahóp FH bættist nýr framherji.Bara tvær í fyrri umferðinni Atli var nefnilega „bara“ búinn að gefa samtals tvær stoðsendingar í fyrri umferðinni og því benti ekkert til þess að hann væri að fara að blanda sér í baráttuna um stoðsendingatitilinn í ár. Atli byrjaði hins vegar seinni umferðina á því að gefa samanlagt þrjár stoðsendingar í 12. og 13. umferð og fór síðan fyrst almennilega í gang þegar Heimir færði hann fyrir aftan framherjann Steven Lennon. Atli kom með beinum hætti að tólf mörkum FH í síðustu sex leikjunum (FH-liðið skoraði alls 16 mörk), skoraði sex sjálfur og gaf sex stoðsendingar að auki. Hann náði því bæði að skora þrennu og leggja upp þrjú mörk í einum leik.Samvinnan við Lennon Samvinnan við Skotann snögga var vissulega lykillinn. Atli og Lennon bjuggu meðal annars til sjö mörk saman, það er þar sem annar þeirra lagði upp mark fyrir hinn. Fjórar af sex síðustu stoðsendingum Atla á tímabilinu voru einmitt á Lennon. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þeim næsta sumar.Þáttur í flestum Mörkum:(Mörk + mörk undirbúin) Atli Guðnason, FH 22 (10 + 12) Gary John Martin, KR 18 (13+5) Ólafur Karl Finsen, Stjarnan 16 (11+5) Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 16 (10+6) Elías Már Ómarsson, Keflavík 15 (6+9) Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan 14 (6+8) Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 14 (7+7) Jóhann Helgi Hannesson, Þó 13 (7+6) Ragnar Leósson, Fjölni 13 (3+10) Jonathan Glenn, ÍBV 13 (12+1) Aron Elís Þrándarson, Víkingur R. 12 (5-7) Hörður Sveinsson, Keflavík 12 (10+2)Flestar stoðsendingar í Pepsi-deildinni: Atli Guðnason, FH 11 Ragnar Leósson, Fjölni 10 Ólafur Páll Snorrason, FH 10 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík 7 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7 Haukur Heiðar Hauksson, KR 6 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 6 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 6 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni 5 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Gary John Martin, KR 4 Pablo Oshan Punyed, Stjörnunni 4 Haukur Baldvinsson, Fram 4 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram 4 Finnur Ólafsson, Fylki 4 Steven Lennon, FH 4
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti