Sýnir brot úr nýju myndinni í Bíó Paradís í kvöld Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. október 2014 13:30 Pílagrímsferð - Fox kemur á hverju ári vegna friðarverðlaunanna. „Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“ Óskarinn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
„Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“
Óskarinn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira