Innlent

Finnst öryrkjum gefið langt nef

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bergur Þorri Benjamínsson segir Tryggingastofnun eiga að leiðrétta eigin mistök.
Bergur Þorri Benjamínsson segir Tryggingastofnun eiga að leiðrétta eigin mistök.
„Mér finnst að Tryggingastofnun sé að gefa öryrkjum langt nef og jafnvel eitthvað þaðan af verra,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, um viðbrögð Tryggingastofnunar ríksins við áliti umboðsmanns Alþingis.

Eins og fram hefur komið telur umboðsmaður Alþingis að TR hafi ekki fylgt lögum við mat á því hvort öryrkjar fái bætur allt að tvö ár aftur í tímann frá því þeir sækja um bætur. Tryggingastofnun segir þá sem telji á sér brotið geta óskað eftir endurupptöku málsins.

Bergur Þorri tekur undir með lögmanni Öryrkjabandalags Íslands sem sagði í Fréttablaðinu í gær að TR ætti að hafa frumkvæði að því að endurskoða öll slík mál. Stofnunin hafi gert mistök og eigi að leiðrétta þau undanbragðalaust gagnvart fólk sem sé í veikri stöðu. „Menn eru hér farnir að snúa hlutunum á hvolf,“ segir varaformaður Sjálfsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×