Innlent

Eyjamenn hafa áhyggjur af vetrarsiglingum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Herjólfur sem er Vestmannaeyjaferja Vegagerðarinnar er ekki heppileg til vetrarsiglinga í Landeyjahöfn.
Herjólfur sem er Vestmannaeyjaferja Vegagerðarinnar er ekki heppileg til vetrarsiglinga í Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán
Vegamálastjóri segir að fjármagn, sem ætlað sé til reksturs Herjólfs og Landeyjahafnar, eigi að duga til að veita þá þjónustu sem verið hafi við Vestmannaeyjar seinustu ár. Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra til bæjarráðs.

„Áhyggjur vekur hins vegar að ekki virðast vera uppi neinar markvissar áætlanir um að nýta Víking til siglinga í Landeyjahöfn, eins og gert var í fyrra, þegar til þess kemur að Herjólfur kemst ekki í Landeyjahöfn vegna djúpristu,“ segir bæjarráðið. Vitnað er til vegamálastjóra um að erfitt sé eða útilokað að halda dýpi nægu fyrir Herjólf yfir háveturinn auk þess sem skipið eigi erfitt með að sigla þá vegna ölduhæðar.

Bæjarráð ítrekar því áskorun um að allra leiða verði leitað til að halda uppi samgöngum um Landeyjahöfn í vetur. Minnt er á að ferjurnar Víkingur og Baldur séu heppilegri til vetrarsiglinga þangað en Herjólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×