Innlent

Íbúar fundi um rússneska rétttrúnaðarkirkju

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sumir nágrannar eru andvígir kirkjubyggingunni.
Sumir nágrannar eru andvígir kirkjubyggingunni.
Borgarráð frestaði í gær afgreiðslu tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fela skipulagsfulltrúanum í Reykjavík að efna til opins íbúafundar um staðsetningu byggingar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Nýlendugötureit.

„Á fundinum verði farið yfir fyrirhugaða staðsetningu kirkjulóðar á reitnum og tillögu um nýja staðsetningu á horni Seljavegar og Mýrargötu. Þá verði fulltrúum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi sérstaklega boðið að kynna sjónarmið sín á fundinum,“ segir í tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×