Martraðarkennd ferð vandræðaunglinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. október 2014 09:14 Ljúfsár og dulræn - Þau hafa flúið er ansi óútreiknanleg mynd. Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira