Innlent

Framsókn vill gegnsæi í fasteignasölu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi Framsóknarflokks.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Borgarfulltrúi Framsóknarflokks. Fréttablaðið/Valli
Fulltrúi Framsóknarflokks í borgarráði segir verulega skorta á fagleg og gagnsæ vinnubrögð við sölu borgarinnar á Laugavegi 4 og 6.

„Sömu fasteignasalar gera verðmöt á eignunum og fá þær í sölumeðferð, ásamt því sem að þeim er í sjálfsvald sett hvernig þeir haga kynningu á eignunum við sölu,“ segir í bókun Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur sem leggur til að við sölu fasteigna í eigu borgarinnar verði það verklag að sá eða þeir sem verðmeta fasteignir annist ekki líka sölu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×