Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2014 00:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. Fréttablaðið/GVA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29