Frábær árangur á Evrópumóti í kotru Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. september 2014 09:00 Íslenska landsliðið gerði frábæra hluti í Króatíu um helgina. mynd/einkasafn „Þetta er alveg magnað og er stór sigur fyrir litla Ísland,“ segir Bjarni Freyr Kristjánsson, meðlimur í íslenska landsliðinu í Kotru og forseti Kotrusambands Íslands. Liðið braut blað í íslenskri kotrusögu með því að lenda í fimmta sæti á Evrópumóti landsliða í Dubrovnik í Króatíu um liðna helgi. Til að toppa þennan frábæra árangur liðsins var Bjarni Freyr einnig kosinn í stjórn Evrópusambandsins í kotru. „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu, það er mikill heiður að komast í þessa stjórn,“ bætir Bjarni Freyr við. Kotra er borðspil sem hefur verið spilað hér á landi í áratugi. Um er að ræða einn elsta borðleik í heimi og gengur hann út á það að þú ert með menn á borði sem þú átt að koma í heimahöfn. „Það er auðvitað fullt af fólki sem spilar þetta heima hjá sér og þess háttar en við stofnuðum Kotrusamband Íslands árið 2009 og það eru um það bil hundrað manns sem eru á stigalista, sem hafa tekið þátt í mótum á einhverjum tímapunkti,“ útskýrir Bjarni Freyr.Bjarni Freyr KristjánssonÍ landsliðinu eru sex einstaklingar, auk Bjarna Freys, en þeir eru Róbert Lagerman, Gísli Hrafnkelsson, Fjalar Páll Mánason, Daníel Már Sigurðsson, og Stefán Freyr Guðmundsson. „Þar sem þetta er liðamót en ekki einstaklingsmót, þá er fyrirkomulagið þannig að það eru fjórir sem spila í einu og tveir eru varamenn. Það getur tekið rosalega á að spila, leikirnir geta farið allt upp í þrjá og hálfa klukkustund,“ segir Bjarni Freyr. Liðið spilað 24 leiki og vann 11 af þeim. Íslenska liðið var hársbreidd frá því að komast í bronsleikinn og var með jafnmörg stig og Króatía sem endaði í fjórða sæti. „Við töpuðum á fjórða „tiebreak“. Það eru fjórir flokkar sem segja til um hvaða lið fer áfram þegar lið eru jöfn, til að mynda vorum við 0,5 stigum frá því að komast í bronsleikinn á móti Grikklandi.“ Evrópumótið í Króatíu fór fram í fyrsta sinn með formlegum hætti um liðna helgi. „Þetta er fyrsta svona opinbera Evrópumót liða. Þá var einnig verið að stofnsetja þetta Evrópusamband.“ Sem stendur eru fjórtán þjóðir sem eiga aðild að sambandinu en það er þó enn verið að bæta við aðildarþjóðum, enda leikurinn spilaður um allan heim. Danir urðu Evrópumeistarar, Austurríkismenn lentu í öðru sæti og Grikkir í því þriðja eftir maraþonviðureign við Króata. Bjarni Freyr hvetur fólk til þess að prófa spilið. „Þessi hugarleikur hefur þetta allt: Rökvísi, útsjónarsemi og rómantík. Lifi kotran, lifi Ísland,“ segir Bjarni Freyr.Hvað er kotra? Kotra er borðspil sem er einnig þekkt undir nafninu Backgammon og hefur það verið spilað hér á landi í áratugi. Tveir leikmenn keppa um það að koma fimmtán mönnum sínum á borði í heimahöfn eftir teningakasti, sem ræður för mannanna. Sá leikmaður sem nær öllum sínum mönnum í heimahöfn vinnur. Leikurinn gengur út á það að sækja og verjast í einu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er alveg magnað og er stór sigur fyrir litla Ísland,“ segir Bjarni Freyr Kristjánsson, meðlimur í íslenska landsliðinu í Kotru og forseti Kotrusambands Íslands. Liðið braut blað í íslenskri kotrusögu með því að lenda í fimmta sæti á Evrópumóti landsliða í Dubrovnik í Króatíu um liðna helgi. Til að toppa þennan frábæra árangur liðsins var Bjarni Freyr einnig kosinn í stjórn Evrópusambandsins í kotru. „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu, það er mikill heiður að komast í þessa stjórn,“ bætir Bjarni Freyr við. Kotra er borðspil sem hefur verið spilað hér á landi í áratugi. Um er að ræða einn elsta borðleik í heimi og gengur hann út á það að þú ert með menn á borði sem þú átt að koma í heimahöfn. „Það er auðvitað fullt af fólki sem spilar þetta heima hjá sér og þess háttar en við stofnuðum Kotrusamband Íslands árið 2009 og það eru um það bil hundrað manns sem eru á stigalista, sem hafa tekið þátt í mótum á einhverjum tímapunkti,“ útskýrir Bjarni Freyr.Bjarni Freyr KristjánssonÍ landsliðinu eru sex einstaklingar, auk Bjarna Freys, en þeir eru Róbert Lagerman, Gísli Hrafnkelsson, Fjalar Páll Mánason, Daníel Már Sigurðsson, og Stefán Freyr Guðmundsson. „Þar sem þetta er liðamót en ekki einstaklingsmót, þá er fyrirkomulagið þannig að það eru fjórir sem spila í einu og tveir eru varamenn. Það getur tekið rosalega á að spila, leikirnir geta farið allt upp í þrjá og hálfa klukkustund,“ segir Bjarni Freyr. Liðið spilað 24 leiki og vann 11 af þeim. Íslenska liðið var hársbreidd frá því að komast í bronsleikinn og var með jafnmörg stig og Króatía sem endaði í fjórða sæti. „Við töpuðum á fjórða „tiebreak“. Það eru fjórir flokkar sem segja til um hvaða lið fer áfram þegar lið eru jöfn, til að mynda vorum við 0,5 stigum frá því að komast í bronsleikinn á móti Grikklandi.“ Evrópumótið í Króatíu fór fram í fyrsta sinn með formlegum hætti um liðna helgi. „Þetta er fyrsta svona opinbera Evrópumót liða. Þá var einnig verið að stofnsetja þetta Evrópusamband.“ Sem stendur eru fjórtán þjóðir sem eiga aðild að sambandinu en það er þó enn verið að bæta við aðildarþjóðum, enda leikurinn spilaður um allan heim. Danir urðu Evrópumeistarar, Austurríkismenn lentu í öðru sæti og Grikkir í því þriðja eftir maraþonviðureign við Króata. Bjarni Freyr hvetur fólk til þess að prófa spilið. „Þessi hugarleikur hefur þetta allt: Rökvísi, útsjónarsemi og rómantík. Lifi kotran, lifi Ísland,“ segir Bjarni Freyr.Hvað er kotra? Kotra er borðspil sem er einnig þekkt undir nafninu Backgammon og hefur það verið spilað hér á landi í áratugi. Tveir leikmenn keppa um það að koma fimmtán mönnum sínum á borði í heimahöfn eftir teningakasti, sem ræður för mannanna. Sá leikmaður sem nær öllum sínum mönnum í heimahöfn vinnur. Leikurinn gengur út á það að sækja og verjast í einu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira