Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2014 13:21 Ármann Höskuldsson Vísi/Auðunn/Egill Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp Bárðarbunga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp
Bárðarbunga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira