Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Áætlað er að nýtt sambýli í suðvesturhorni Austurbrúnar 6 verði tilbúið á árinu 2016. Fréttablaðið/Valli „Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira