Ferðakostnaður íþróttafólks eykst Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2014 06:00 Þingmenn ræða frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti á þingi í gær. Vísir/stefán Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira